Tónlist

Rock spilar fyrir Kronik

Plötusnúðurinn knái stígur á svið á fimmtán ára afmæli hip hop-þáttarins Kronik.
Plötusnúðurinn knái stígur á svið á fimmtán ára afmæli hip hop-þáttarins Kronik.

Um fimmtán ár eru liðin síðan hip hop-þátturinn Kronik fór fyrst í loftið og af því tilefni verður slegið til veislu á Tunglinu 28. febrúar. Taktsmiðurinn Pete Rock stígur þar á svið en hann á langan feril að baki í hip hop-bransanum.

Rock kom fyrst fram á sjónar-sviðið ásamt félaga sínum CL Smooth og saman gáfu þeir út plötuna Mecca and the Soul Brother um miðjan tíunda áratuginn. Rock hefur einnig unnið með listamönnum á borð við Nas, Notorous B.I.G., Wu Tang Clan og Mary J. Blige. Upphitun verður í höndum Forgotten Lores, Dj Intro og Dj B-Ruff. Miðasala á viðburðinn hefst á mánudag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×