Talið að draga verði úr ráðherraræðinu 17. apríl 2010 06:00 Ráðherrar glugga í skýrsluna Meðal þess sem þarf að gera er að draga úr ráðherraræði og efla nefndarstarf Alþingis. Menntamálaráðherra vill að skoðað verði hvernig jafnvægi ríki milli þings og framkvæmdarvalds á Norðurlöndum. Fréttablaðið/gva Í siðferðihluta skýrslu rannsóknarnefndar segir að þjálfa þurfi þjóðina í málefnalegri rökræðu og menntamálaráðherra tekur undir það. Vilhjálmur Árnason vill ekki ræða gagnrýni forsetans, sem gerir lítið úr kafla um sig. Styrkja þarf siðferðisvitund stjórnmálamanna og auka virðingu þeirra fyrir góðum stjórnarháttum. Þeir eiga að setja sér siðareglur. Þá þarf að draga úr ráðherraræði og auka eftirlitshlutverk Alþingis. Þetta má sjá í niðurstöðum siðferðihluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um lærdóma þá sem íslensk stjórnmálamenning má draga af skýrslunni. Meðal annars þurfi að endurskoða stjórnarskrána. „Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna,“ segir þar. Þekking og rökræður víki fyrir hernaðarlist og valdaklækjum. Því þurfi að efla góða rökræðusiði meðal almennings og kjörinna fulltrúa hans, til dæmis með því að þjálfa nemendur í málefnalegri rökræðu og skoðanaskiptum. Spurð um þetta segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra að „lýðræðismenntun“ sé einmitt ein af fimm grunnstoðum nýrrar aðalnámskrár, sem gæti komist í gagnið á næsta ári. „Inn í lýðræðismenntunina á að flétta rökræðuþjálfun, hugmyndasögu og siðfræðikennslu. Þannig að ég vona svo sannarlega að við séum að bregðast við ábendingum skýrslunnar,“ segir Katrín og bætir við að þetta hafi verið rætt til dæmis á þjóðfundi um menntamál og menntaþingi. En hvað segir Katrín um ráðherraræðið? Þarf að draga úr því? Já, segir ráðherra, sem einnig er varaformaður VG. Hún hafi til dæmis ákveðið að „mæla fyrir frumvarpi um opinbera háskóla þar sem lagt er til að fulltrúum ráðherra verði fækkað en fulltrúum háskólasamfélags fjölgað,“ segir hún. Spurð hvort hún telji það geta dregið úr valdi ráðherra að þeir hætti að gegna þingmennsku meðan á ráðherradómi stendur, segist Katrín ekki hafa myndað sér skoðun á því. „Þótt það skerpi augljóslega skilin milli löggjafar- og framkvæmdarvalds, sem gæti verið mjög æskilegt.“ Katrín kveður ráðlegt að líta til ólíkrar reynslu Norðurlanda, sem þó eigi það sammerkt að þar ríki minna ráðherraræði en hér. klemens@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Í siðferðihluta skýrslu rannsóknarnefndar segir að þjálfa þurfi þjóðina í málefnalegri rökræðu og menntamálaráðherra tekur undir það. Vilhjálmur Árnason vill ekki ræða gagnrýni forsetans, sem gerir lítið úr kafla um sig. Styrkja þarf siðferðisvitund stjórnmálamanna og auka virðingu þeirra fyrir góðum stjórnarháttum. Þeir eiga að setja sér siðareglur. Þá þarf að draga úr ráðherraræði og auka eftirlitshlutverk Alþingis. Þetta má sjá í niðurstöðum siðferðihluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um lærdóma þá sem íslensk stjórnmálamenning má draga af skýrslunni. Meðal annars þurfi að endurskoða stjórnarskrána. „Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna,“ segir þar. Þekking og rökræður víki fyrir hernaðarlist og valdaklækjum. Því þurfi að efla góða rökræðusiði meðal almennings og kjörinna fulltrúa hans, til dæmis með því að þjálfa nemendur í málefnalegri rökræðu og skoðanaskiptum. Spurð um þetta segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra að „lýðræðismenntun“ sé einmitt ein af fimm grunnstoðum nýrrar aðalnámskrár, sem gæti komist í gagnið á næsta ári. „Inn í lýðræðismenntunina á að flétta rökræðuþjálfun, hugmyndasögu og siðfræðikennslu. Þannig að ég vona svo sannarlega að við séum að bregðast við ábendingum skýrslunnar,“ segir Katrín og bætir við að þetta hafi verið rætt til dæmis á þjóðfundi um menntamál og menntaþingi. En hvað segir Katrín um ráðherraræðið? Þarf að draga úr því? Já, segir ráðherra, sem einnig er varaformaður VG. Hún hafi til dæmis ákveðið að „mæla fyrir frumvarpi um opinbera háskóla þar sem lagt er til að fulltrúum ráðherra verði fækkað en fulltrúum háskólasamfélags fjölgað,“ segir hún. Spurð hvort hún telji það geta dregið úr valdi ráðherra að þeir hætti að gegna þingmennsku meðan á ráðherradómi stendur, segist Katrín ekki hafa myndað sér skoðun á því. „Þótt það skerpi augljóslega skilin milli löggjafar- og framkvæmdarvalds, sem gæti verið mjög æskilegt.“ Katrín kveður ráðlegt að líta til ólíkrar reynslu Norðurlanda, sem þó eigi það sammerkt að þar ríki minna ráðherraræði en hér. klemens@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira