Umfjöllun: Engin sigurhátíð hjá Val í kvöld Elvar Geir Magnússon skrifar 23. apríl 2010 21:33 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Fram minnkaði í kvöld muninn í úrslitarimmunni við Val um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta. Staðan í einvíginu er 2-1 eftir að Fram vann dýrmætan sigur í Vodafone-höllinni, 29-27. Valskonur hefðu getað tryggt sér titilinn með sigri. Staðan í hálfleik var 16-12 fyrir Fram sem hafði frumkvæðið nær allan leikinn. Hrafnhildur Skúladóttir skoraði ellefu mörk fyrir Val og Karen Knútsdóttir þrettán fyrir Fram. Valskonur fóru betur af stað í leiknum í kvöld og náðu mest þriggja marka forystu. Eftir því sem á hálfleikinn leið komust Framkonur betur í leikinn og luku hálfleiknum með miklum glæsibrag. Staðan í hálfleik var 12-16, gestaliðið í góðri stöðu. Valur skoraði fyrsta markið eftir hlé en fékk svo þrjú mörk í andlitið og staðan skyndilega orðin 13-19. Þetta var bil sem Valskonum gekk erfiðlega að brúa þrátt fyrir góðan stuðning áhorfenda. Þeim tókst að minnka muninn í tvö mörk en komust ekki lengra. Fjölmargar misheppnaðar sendingar reyndust dýrkeyptar fyrir Val í leiknum. Oft á tíðum virtist of mikið óðagot á leikmönnum liðsins. Eftir að hafa sýnt dapra frammistöðu í fyrstu tveimur leikjunum var öllu meira líf í Framkonum í kvöld. Mikil spenna er nú hlaupin í þetta einvígi og von á frábærum handboltaleik á sunnudag þegar liðin mætast í fjórða sinn. Valur - Fram 27-29 (12-16) Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 11/3 (15/4), Kristín Guðmundsdóttir 3 (4), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (4), Ágústa Edda Björnsdóttir 2 (5), Brynja Dögg Steinsen 2 (2), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (3), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (5), Nína K. Björnsdóttir 1/1 (3/3), Katrín Andrésdóttir 0 (1).Varin skot: Berglind Hansdóttir 14Hraðaupphlaup: 2 (Rebekka, Hildigunnur)Fiskuð víti: 6 (Ágústa 2, Íris 2, Nína, Brynja Dögg, Rebekka)Utan vallar: 6 mín.Mörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 13/7 (18/7), Stella Sigurðardóttir 5 (9), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 5 (7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (5), Marthe Sördal 1 (3), Pavla Nevarilova 0 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 9/1, Helga Vala Jónsdóttir 2/1.Hraðaupphlaup: 4 (Stella, Ásta, Marthe, Guðrún)Fiskuð víti: 7 (Pavla 2, Stella 2, Hildur, Ásta, Guðrún)Utan vallar: 8 mín. Olís-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira
Fram minnkaði í kvöld muninn í úrslitarimmunni við Val um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta. Staðan í einvíginu er 2-1 eftir að Fram vann dýrmætan sigur í Vodafone-höllinni, 29-27. Valskonur hefðu getað tryggt sér titilinn með sigri. Staðan í hálfleik var 16-12 fyrir Fram sem hafði frumkvæðið nær allan leikinn. Hrafnhildur Skúladóttir skoraði ellefu mörk fyrir Val og Karen Knútsdóttir þrettán fyrir Fram. Valskonur fóru betur af stað í leiknum í kvöld og náðu mest þriggja marka forystu. Eftir því sem á hálfleikinn leið komust Framkonur betur í leikinn og luku hálfleiknum með miklum glæsibrag. Staðan í hálfleik var 12-16, gestaliðið í góðri stöðu. Valur skoraði fyrsta markið eftir hlé en fékk svo þrjú mörk í andlitið og staðan skyndilega orðin 13-19. Þetta var bil sem Valskonum gekk erfiðlega að brúa þrátt fyrir góðan stuðning áhorfenda. Þeim tókst að minnka muninn í tvö mörk en komust ekki lengra. Fjölmargar misheppnaðar sendingar reyndust dýrkeyptar fyrir Val í leiknum. Oft á tíðum virtist of mikið óðagot á leikmönnum liðsins. Eftir að hafa sýnt dapra frammistöðu í fyrstu tveimur leikjunum var öllu meira líf í Framkonum í kvöld. Mikil spenna er nú hlaupin í þetta einvígi og von á frábærum handboltaleik á sunnudag þegar liðin mætast í fjórða sinn. Valur - Fram 27-29 (12-16) Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 11/3 (15/4), Kristín Guðmundsdóttir 3 (4), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (4), Ágústa Edda Björnsdóttir 2 (5), Brynja Dögg Steinsen 2 (2), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (3), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (5), Nína K. Björnsdóttir 1/1 (3/3), Katrín Andrésdóttir 0 (1).Varin skot: Berglind Hansdóttir 14Hraðaupphlaup: 2 (Rebekka, Hildigunnur)Fiskuð víti: 6 (Ágústa 2, Íris 2, Nína, Brynja Dögg, Rebekka)Utan vallar: 6 mín.Mörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 13/7 (18/7), Stella Sigurðardóttir 5 (9), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 5 (7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (5), Marthe Sördal 1 (3), Pavla Nevarilova 0 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 9/1, Helga Vala Jónsdóttir 2/1.Hraðaupphlaup: 4 (Stella, Ásta, Marthe, Guðrún)Fiskuð víti: 7 (Pavla 2, Stella 2, Hildur, Ásta, Guðrún)Utan vallar: 8 mín.
Olís-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira