Handbolti

Tveir nýliðar í kvennalandsliðinu gegn Bretlandi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Júlíus Jónasson.
Júlíus Jónasson.

Júlíus Jónasson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið sextán manna hóp fyrir tvo leiki gegn Bretlandi í undankeppni EM.

Leikirnir eru í páskvikunni en Ísland er í riðli ásamt Austurríki, Frakklandi og Bretlandi. Leikið er heima og að heiman og komast tvö efstu liðin áfram úr riðlinum.

Leikið verður við Breta miðvikudaginn 31. mars í London, Crystal Palace National Stadium kl. 19.00. Síðan verður leikur hér heima við Breta á laugardeginum 3. apríl kl. 14.00 í Laugardalshöll.

Hópurinn sem valinn hefur verið er eftirfarandi og eru tveir nýliðar í hópnum, Arna Erlingsdóttir (KA/Þór) og Rebekka Skúladóttir (Val).



Markverðir:

Berglind Íris Hansdóttir, Valur

Íris Björk Símonardóttir, Fram

Aðrir leikmenn:

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Valur

Arna Erlingsdóttir, KA/Þór

Arna Sif Pálsdóttir, Horsens HK

Ásta Birna Gunnardóttir, Fram

Elísabet Gunnardóttir, Stjarnan

Hanna G. Stefánsdóttir, Haukar

Harpa Sif Eyjólfsdóttir, Stjarnan

Hrafnhildur Skúladóttir, Valur

Karen Knútsdóttir, Fram

Rakel Dögg Bragadóttir, Levanger

Rebekka Rut Skúladóttir, Valur

Rut Jónsdóttir, Team Tvis Holstebro

Stella Sigurðardóttir, Fram

Sunna Jónsdóttir, Fylkir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×