Sigmundur Ernir: Stjórnsýslan með klíkukenndum blæ Erla Hlynsdóttir skrifar 13. september 2010 10:09 Sigmundur Ernir segir briddsfélagaandann svífa yfir vötnum í stjórnsýslunni Mynd: GVA „Almennt séð hafa vinnubrögðin á Alþingi komið manni mjög á óvart miðað við það sem maður þekkir utan af akrinum," segir Sigrmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann undrast mjög hversu hægt það gengur innan Alþingis og innan stjórnsýslunnar að taka ákvarðanir sem virðast liggja beint fyrir og koma þeim í framkvæmd. „Mestan part eru þau föst í gömlu og íhaldssömu fari," segir hann um vinnubrögðin. „Þetta á ekki bara við um störf Alþingis heldur í allri stjórnsýslunni." Sigmundur var gestur Heimis Karlssonar Í bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. Sigmundur segist helst horfa til tveggja atriða sem móta vinnu Alþingis og stjórnsýslunnar til hins verra: „Annars vegar er þetta einfaldlega gamli briddsfélagaandinn sem hefur svifið yfir stjórnsýslunni, þétt og mikil vinátta manna á milli sem hefur gert það að verkum að stjórnsýslan hefur verið svona með klíkukenndum blæ. Síðan hef ég horft til hins sem landsbyggðamaður, af hverju erum við með stjórnsýsluna í einu og sama póstnúmerinu? Af hverju dreifum við þessu ekki frekar um landið eins og margar aðrar þjóðir gera til þess bara að koma í veg fyrir þessa þéttu vinamenningu þar sem allir sitja saman í sömu nefndinni ár eftir ár eftir ár, einfaldlega til þess að losna út úr þessu klíkusamfélagi sem hefur gert margt illt í íslensku samfélagi," segir Sigmundur. Alþingi kemur saman klukkan hálf ellefu og mun þá verða til umræðu skýrsla þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis. Vakið hefur athygli að þingmenn virðast þar taka ákvarðanir eftir flokkslínu sem þykir dæmigert fyrir þau íhaldssömu vinnubrögð sem tíðkast hafa á Alþingi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni með því að smella hér. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Sjá meira
„Almennt séð hafa vinnubrögðin á Alþingi komið manni mjög á óvart miðað við það sem maður þekkir utan af akrinum," segir Sigrmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann undrast mjög hversu hægt það gengur innan Alþingis og innan stjórnsýslunnar að taka ákvarðanir sem virðast liggja beint fyrir og koma þeim í framkvæmd. „Mestan part eru þau föst í gömlu og íhaldssömu fari," segir hann um vinnubrögðin. „Þetta á ekki bara við um störf Alþingis heldur í allri stjórnsýslunni." Sigmundur var gestur Heimis Karlssonar Í bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. Sigmundur segist helst horfa til tveggja atriða sem móta vinnu Alþingis og stjórnsýslunnar til hins verra: „Annars vegar er þetta einfaldlega gamli briddsfélagaandinn sem hefur svifið yfir stjórnsýslunni, þétt og mikil vinátta manna á milli sem hefur gert það að verkum að stjórnsýslan hefur verið svona með klíkukenndum blæ. Síðan hef ég horft til hins sem landsbyggðamaður, af hverju erum við með stjórnsýsluna í einu og sama póstnúmerinu? Af hverju dreifum við þessu ekki frekar um landið eins og margar aðrar þjóðir gera til þess bara að koma í veg fyrir þessa þéttu vinamenningu þar sem allir sitja saman í sömu nefndinni ár eftir ár eftir ár, einfaldlega til þess að losna út úr þessu klíkusamfélagi sem hefur gert margt illt í íslensku samfélagi," segir Sigmundur. Alþingi kemur saman klukkan hálf ellefu og mun þá verða til umræðu skýrsla þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis. Vakið hefur athygli að þingmenn virðast þar taka ákvarðanir eftir flokkslínu sem þykir dæmigert fyrir þau íhaldssömu vinnubrögð sem tíðkast hafa á Alþingi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni með því að smella hér.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Sjá meira