Staðfest var á heimasíðu Real Madrid í dag að félagið hefði náð samkomulagi við Werder Bremen um kaup á þýska landsliðsmanninum Mesut Özil.
Özil sló í gegn með þýska landsliðinu á HM og var fljótlega eftir mótið orðaður við bæði Real og Man. Utd.
Kaupin virtust vera að renna út í sandinn en nú hefur Madridarliðið klárað málið og Özil mun því leika undir stjórn José Mourinho í sumar.