NBA: San Antonio vann Dallas og fimm í röð hjá Orlando Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. desember 2010 11:00 Tim Duncan Mynd/AP San Antonio Spurs heldur áfram frábæru gengi sínu í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið sigur á nágrönnum sínum í Dallas Mavericks í uppgjöri tveggja efstu liðana í Vestrinu. Orlando Magic er líka komið á skrið eftir risa-skiptin á dögunum og vann í nótt sinn fimmta leik í röð. San Antonio Spurs vann 99-93 sigur á Dallas Mavericks í Dallas þar sem að Gary Neal skoraði 21 stig og Tim Duncan var með 17 stig og 11 fráköst. Manu Ginobili var með 15 stig og Tony Parker skoraði 14 stig. „Það er ekki mikið að marka þennan sigur. Við sýndum ekki mikið í þessum leik og bættum okkur ekki sem lið," sagði Gregg Popovic, þjálfari San Antonio sem þótti það ekki merkilegt að vinna Dallas-liðið án þeirra aðalstjörnu. Dallas lék sinn annan leik án Dirk Nowitzki sem er meiddur á hné og liðið hefur tapað þeim báðum. Dallas var búið að vinna 17 af 18 síðustu leikjum sínum með Þjóðverjan innanborðs. Caron Butler skoraði 30 stig fyrir Dallas og Jason Kidd var með þrennu; skoraði 12 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 10 fráköst.Dwight Howard og Amare Stoudemire.Mynd/APDwight Howard var með 24 stig og 18 fráköst þegar Orlando Magic vann 112-103 sigur á New York Knicks í Orlando. Þessi leikur var mikið einvígi á milli Howard og Amare Stoudemire sem var með 30 stig en lenti í villuvandræðum snemma. Þetta var fimmti sigurleikur Orlando-liðsins í röð en J.J. Redick og Ryan Anderson skoruðu báðir 14 stig. Orlando náði 20 stiga forskoti í fyrri hálfleik en New York náði að vinna upp muninn í lokin. Wilson Chandler var með 29 stig fyrir Knicks en liðið er búið að tapa fimm af síðustu sjö leikjum sínum.Wesley Matthews og Deron Williams.Mynd/APWesley Matthews fór illa með sína gömlu félaga í Utah Jazz og skoraði 30 stig í 100-89 heimasigri Portland Trail Blazers á lærisveinum Jerry Sloan. Matthews hefur tekið við hlutverki hins meidda Brandon Roy og fékk að vita það skömmu fyrir leik að Roy yrði frá í langan tíma. LaMarcus Aldridge var með 27 stig hjá Portland, Marcus Camby tók 20 fráköst og þá var Andre Miller með 16 stig og 10 stoðsendingar. Deron Williams var með 19 stig og 8 stoðsendingar hjá Utah, Paul Millsap skoraði 17 stig og Al Jefferson var með 13 stig og 10 fráköst. Þetta var annað tap Utah fyrir Portland á einni viku. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Caron Butler.Mynd/APOrlando Magic-New York Knicks 112-103 Dallas Mavericks-San Antonio Spurs 93-99 Portland Trail Blazers-Utah Jazz 100-89 NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
San Antonio Spurs heldur áfram frábæru gengi sínu í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið sigur á nágrönnum sínum í Dallas Mavericks í uppgjöri tveggja efstu liðana í Vestrinu. Orlando Magic er líka komið á skrið eftir risa-skiptin á dögunum og vann í nótt sinn fimmta leik í röð. San Antonio Spurs vann 99-93 sigur á Dallas Mavericks í Dallas þar sem að Gary Neal skoraði 21 stig og Tim Duncan var með 17 stig og 11 fráköst. Manu Ginobili var með 15 stig og Tony Parker skoraði 14 stig. „Það er ekki mikið að marka þennan sigur. Við sýndum ekki mikið í þessum leik og bættum okkur ekki sem lið," sagði Gregg Popovic, þjálfari San Antonio sem þótti það ekki merkilegt að vinna Dallas-liðið án þeirra aðalstjörnu. Dallas lék sinn annan leik án Dirk Nowitzki sem er meiddur á hné og liðið hefur tapað þeim báðum. Dallas var búið að vinna 17 af 18 síðustu leikjum sínum með Þjóðverjan innanborðs. Caron Butler skoraði 30 stig fyrir Dallas og Jason Kidd var með þrennu; skoraði 12 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 10 fráköst.Dwight Howard og Amare Stoudemire.Mynd/APDwight Howard var með 24 stig og 18 fráköst þegar Orlando Magic vann 112-103 sigur á New York Knicks í Orlando. Þessi leikur var mikið einvígi á milli Howard og Amare Stoudemire sem var með 30 stig en lenti í villuvandræðum snemma. Þetta var fimmti sigurleikur Orlando-liðsins í röð en J.J. Redick og Ryan Anderson skoruðu báðir 14 stig. Orlando náði 20 stiga forskoti í fyrri hálfleik en New York náði að vinna upp muninn í lokin. Wilson Chandler var með 29 stig fyrir Knicks en liðið er búið að tapa fimm af síðustu sjö leikjum sínum.Wesley Matthews og Deron Williams.Mynd/APWesley Matthews fór illa með sína gömlu félaga í Utah Jazz og skoraði 30 stig í 100-89 heimasigri Portland Trail Blazers á lærisveinum Jerry Sloan. Matthews hefur tekið við hlutverki hins meidda Brandon Roy og fékk að vita það skömmu fyrir leik að Roy yrði frá í langan tíma. LaMarcus Aldridge var með 27 stig hjá Portland, Marcus Camby tók 20 fráköst og þá var Andre Miller með 16 stig og 10 stoðsendingar. Deron Williams var með 19 stig og 8 stoðsendingar hjá Utah, Paul Millsap skoraði 17 stig og Al Jefferson var með 13 stig og 10 fráköst. Þetta var annað tap Utah fyrir Portland á einni viku. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Caron Butler.Mynd/APOrlando Magic-New York Knicks 112-103 Dallas Mavericks-San Antonio Spurs 93-99 Portland Trail Blazers-Utah Jazz 100-89
NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira