Amare Stoudemire er ekkert að hika við hlutina í Arizona. Kappinn vill fá hæstu laun allra leikmanna Phoenix Suns, ellegar ætlar hann að róa á önnur mið.
Stoudemire á eitt ár eftir af samningi sínum og vill vera áfam hjá Suns þar sem hann hefur verið í átta ár.
Stoudemire er lykilmaður í liði Suns en summan sem hann fengi fyrir hæsta samning sem í boði er, vegna launareglna NBA-deildarinnar, eru 17 milljónir dollara á ári.
Sjálfur segir hann allar líkur á að Suns sé tilbúið til að ganga að kröfum hans.
Stoudemire vill hæstu launin hjá Phoenix
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti

