Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, býst við því að liðið hans toppi á HM 2014 sem fer fram í Brasilíu. Þýska landsliðið hefur verið í 3. sæti á síðustu tveimur heimsmeistaramótum og varð í 2. sæti á Evrópumeistaramótinu fyrir tveimur árum.
„Við höfum framtíðar-kjarna liðsins klárann en ég á eftir að gera fullt af breytingum þannig að liðið geti náð fram sínu allra besta á HM 2014 í Brasilíu," sagði Joachim Löw við Sport Bild.
Þýska liðið lék án þeirra Michael Ballack, Simon Rolfes og Heiko Westermann á HM í sumar en ungu mennirnir sem komu í staðinn nýttu tækifærið og blómstruðu.
Manuel Neuer, Mesut Ozil, Sami Khedira og Thomas Muller komu allir inn í stór hlutverk og náðu vel saman með þeim Philipp Lahm, Bastian Schweinsteiger, Lukas Podolski og Per Mertesacker sem eru allir á bilinu 24 til 26 ára.
Þýska liðið mætir Dönum í vináttuleik í Kaupmannahöfn í kvöld en Joachim Löw gaf HM-leikmönnum sínum frí og þá er Michael Ballack ekki kominn að stað eftir meiðslin.
Joachim Löw spáir því að þýska landsliðið toppi á HM 2014
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn

Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn

Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn