Franska fótboltagoðsögnin Zinedine Zidane er hæstánægður með að José Mourino stýri Real Madrid. Hann segir Mourinho vera þjálfarann sem Real hafi vantað.
"Liðið þurfti á breytingu að halda. Það þurfti þjálfara með sterkan karakter og ég held að Mourinho sé réttur maður, á réttum stað og á réttum tíma," sagði Zidane.
"Ég er ekkert í vafa um að Mourinho er nákvæmlega það sem Real Madrid þurfti. Ég hef mikla trú á Mourinho sem og leikmönnum liðsins. Þetta eru í meirihluta ungir leikmenn sem búa yfir miklum hæfileikum."
Zidane lék með félaginu í 5 ár og vann með liðinu Meistaradeildina og spænsku deildina.