Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Real Madrid geti keypt Juan Manuel Vargas frá Fiorentina fyrir 25 milljónir evra. Vargas hefur lengi verið orðaður við spænska félagið.
Fiorentina er sagt hafa komið þessum skilaboðum á framfæri til stjórnar Real og Florentino Perez, forseti Real, mun líklega gera tilboð í leikmanninn á næstu dögum.
Fiorentina hefur þegar hafnað 22 milljón evra tilboði í Vargas en eins og áður segir vantar lítið upp á til þess að spænska félagið geti fengið Vargas.
Fiorentina er ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð og verður því af miklum tekjum. Þess vegna verður félagið að selja einhverja leikmenn.