Segir óábyrgt af Wikileaks að birta gögn um sæstrengi 7. desember 2010 06:30 Bjarni K. Þorvarðarson Fjarskiptafélagið Hibernia Atlantic er ekki með sérstakan viðbúnað þrátt fyrir að lendingarstaðir þess fyrir ljósleiðara séu á lista bandarískra stjórnvalda yfir þjóðhagslega mikilvæga staði. Hibernia Atlantic er í eigu íslenska félagsins Hibernia Group, sem aftur er í meirihlutaeigu Columbia Ventures, félags Kenneths Peterson. Vefsíðan Wikileaks birti listann á sunnudag, en á honum er að finna fjölda fyrirtækja og starfsemi um heim allan sem bandarísk stjórnvöld telja mikilvæg eigin þjóðarhag, en eru staðsett fyrir utan Bandaríkin. Má þar nefna lyfjaverksmiðjur í Evrópu og námur í Afríku þar sem unnin eru efni í rafhlöður. Þá er að finna á listanum yfirlit yfir alla helstu lendingarstaði ljósleiðara sem tengja Bandaríkin við umheiminn. Birtingin hefur verið gagnrýnd þar sem með henni sé búið að búa til lista yfir möguleg skotmörk fyrir hryðjuverkasamtök sem skaða vilja Bandaríkin. Bjarni K. Þorvarðarson, forstjóri Hibernia Atlantic, tekur undir með þeim sem gagnrýnt hafa birtinguna. Í gögnum þeim sem birt voru á Wikileaks eru nefndir landtökustaðir sæstrengja Hibernia í Halifax í Kanada og í Southport í Bretlandi. „En þetta breytir svo sem engu fyrir okkur. Allt eru þetta opinberar upplýsingar sem koma fram í þessu skjali og engin leyndarmál," segir hann, en kveður þó um leið spurningu vakna um hversu mikið vit sé í að birta á einum stað hvaða sæstrengir það séu sem halda uppi alþjóðaviðskiptum og internetinu.„Sá sem hefur áhuga getur vissulega fundið þetta allt út, en það tæki heillangan tíma. En þarna er það tekið saman sem iðnaðurinn hefur af öryggisástæðum reynt að gera ekki," segir hann og bætir við að sæstrengir verði illa girtir af. „Þeir liggja þarna og eru öllum aðgengilegir. Það vill enginn að herþotur fljúgi yfir þeim í sífellu til að passa upp á þá og þess vegna er dálítið óábyrgt, verður maður að ætla, að birta allar þessar upplýsingar á einum stað." Þó svo að birting þessara upplýsinga breyti engu hvað starfsemi Hibernia varðar þá segir Bjarni að hún veki athygli á því að huga þurfi að því hvernig öryggismálum þessara strengja sem eru hagkerfum heimsins mikilvægir er háttað. „Fyrir mitt leyti sé ég ekki að neinum sé í hag að svona skjal sé birt opinberlega," segir Bjarni, en kveðst um leið hafa fullan skilning á því að bandarísk stjórnvöld taki svona skjal saman. „Þeim er mikið í mun að þessir sæstrengir séu uppi og óhultir." olikr@frettabladid.is WikiLeaks Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Fjarskiptafélagið Hibernia Atlantic er ekki með sérstakan viðbúnað þrátt fyrir að lendingarstaðir þess fyrir ljósleiðara séu á lista bandarískra stjórnvalda yfir þjóðhagslega mikilvæga staði. Hibernia Atlantic er í eigu íslenska félagsins Hibernia Group, sem aftur er í meirihlutaeigu Columbia Ventures, félags Kenneths Peterson. Vefsíðan Wikileaks birti listann á sunnudag, en á honum er að finna fjölda fyrirtækja og starfsemi um heim allan sem bandarísk stjórnvöld telja mikilvæg eigin þjóðarhag, en eru staðsett fyrir utan Bandaríkin. Má þar nefna lyfjaverksmiðjur í Evrópu og námur í Afríku þar sem unnin eru efni í rafhlöður. Þá er að finna á listanum yfirlit yfir alla helstu lendingarstaði ljósleiðara sem tengja Bandaríkin við umheiminn. Birtingin hefur verið gagnrýnd þar sem með henni sé búið að búa til lista yfir möguleg skotmörk fyrir hryðjuverkasamtök sem skaða vilja Bandaríkin. Bjarni K. Þorvarðarson, forstjóri Hibernia Atlantic, tekur undir með þeim sem gagnrýnt hafa birtinguna. Í gögnum þeim sem birt voru á Wikileaks eru nefndir landtökustaðir sæstrengja Hibernia í Halifax í Kanada og í Southport í Bretlandi. „En þetta breytir svo sem engu fyrir okkur. Allt eru þetta opinberar upplýsingar sem koma fram í þessu skjali og engin leyndarmál," segir hann, en kveður þó um leið spurningu vakna um hversu mikið vit sé í að birta á einum stað hvaða sæstrengir það séu sem halda uppi alþjóðaviðskiptum og internetinu.„Sá sem hefur áhuga getur vissulega fundið þetta allt út, en það tæki heillangan tíma. En þarna er það tekið saman sem iðnaðurinn hefur af öryggisástæðum reynt að gera ekki," segir hann og bætir við að sæstrengir verði illa girtir af. „Þeir liggja þarna og eru öllum aðgengilegir. Það vill enginn að herþotur fljúgi yfir þeim í sífellu til að passa upp á þá og þess vegna er dálítið óábyrgt, verður maður að ætla, að birta allar þessar upplýsingar á einum stað." Þó svo að birting þessara upplýsinga breyti engu hvað starfsemi Hibernia varðar þá segir Bjarni að hún veki athygli á því að huga þurfi að því hvernig öryggismálum þessara strengja sem eru hagkerfum heimsins mikilvægir er háttað. „Fyrir mitt leyti sé ég ekki að neinum sé í hag að svona skjal sé birt opinberlega," segir Bjarni, en kveðst um leið hafa fullan skilning á því að bandarísk stjórnvöld taki svona skjal saman. „Þeim er mikið í mun að þessir sæstrengir séu uppi og óhultir." olikr@frettabladid.is
WikiLeaks Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira