Ítalinn Alberto Zaccheroni hefur verið ráðinn þjálfari landsliðs Japans. Zaccheroni er 57 ára og hefur víða komið við. Hann hefur stýrt Juventus, AC Milan og Inter.
Zaccheroni tekur við af Takeshi Okada sem var við stjórnvölinn á heimsmeistaramótinu í sumar.