Það er virðingavert að Björgvin G. Sigurðsson hafi brugðist við og tekið sína ákvörðun, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þegar umræður um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hófust klukkan þrjú í dag. Björgvin er einn af sjö sem Rannsóknarnefndin telur að hafi sýnt vanrækslu í starfi.
Jóhanna þakkaði nefndarmönnum fyrir að hafa unnið að skýrslunni. Hún sagði jafnframt að skýrslan myndi hjálpa Íslendingum, sem þjóð, að vinna úr því áfalli sem bankahrunið hafi haft í för með sér. Skýrslan boðaði þáttaskil og væri áskorun um heiðarlegt uppgjör og nýja starfshætti - þakkar rannsóknarnefndinni.
Þá sagði Jóhanna að mikilvægt væri að þeir sem fjallað er um í skýrslunni væri gefið andrými til þess að skoða sína stöðu og taka ákvörðun um framhaldið. Hún hvatti til yfirvegunar og aðgátar. Slæmt væri að hrapa að ákvörðunum eftir birtingu skýrslunnar.

