Fréttaskýring: Pandóra eykur við gjaldeyrisforðann Friðrik Indriðason skrifar 25. september 2010 16:46 Mikil umfjöllun hefur verið um komandi markaðsskráningu skartgripafyrirtækisins Pandóru í dönskum fjölmiðlum í liðinni viku. Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings eiga mikið undir, eða allt að 20 milljörðum kr., að skráningin heppnist vel. Flest bendir til að svo verði og er áhugi fjárfesta á Pandóru gríðarlegur í augnablikinu. Eins og fram hefur komið í fréttum gætu Seðlabankinn og skilanefndin fengið einn milljarð danskra kr. eða um 20 milljarða kr. aukalega fyrir söluna á FIH bankanum „ef allt fer á besta veg" eins og það er orðað. Þessi upphæð mun koma úr sjóðnum Axcel III sem FIH á hlutdeild í ásamt raunar Nordea bankanum, Lego fjölskyldunni og hópi af þekktum fjárfestum í Danmörku. Axcel III er áhættufjárfestingarsjóður og sem slíkur keypti hann 60% hlut í Pandóru fyrir tveimur árum. Sú fjárhæð virðist ætla að skila milljörðum danskra kr. í vasa eigenda sjóðsins. Greining Nordea bankans telur að markaðsvirði Pandóru sé ekki undir 25 milljarðar danskra kr. og að 4% hlutur bankans í Axcel III muni skila 1,4 milljarða danskra kr. hagnaði í hirslur Nordea. Miðað við fréttir í dönskum fjölmiðlum í vikunni virðist þetta mat Nordea síður en svo vera út í hött. Alþjóðlegir fjárfestar bókstaflega slást um að fá að skrá sig fyrir hlutum í Pandóru áður en félagið verður formlega skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Þannig eru nær 9 milljarðar danskra kr. þegar komnir í hús í fyrirframkaupum á hlutum í Pandóru. Það lítur því út fyrir að allt „fari á besta veg" fyrir Seðlabankann og skilanefnd Kaupþings hvað varðar hlutdeild þeirra í Axcel III sjóðnum í náinni framtíð. En þetta er ekki allt dans á rósum því greining Danske Bank varar fjárfesta við því að verðið sem fjárfestar eru að greiða í dag (175-225 dkr. á hlut) sé alltof hátt. Hætta sé á að verðið hrapi niður í 40 dkr. á hlut í náinni framtíð. Pandora var stofnað árið 1982 af dönskum manni, Per Enevoldsen, sem búsettur er í Taílandi. Raunar er hann enn forstjóri fyrirtækisins en hann seldi Axcel III 60% hlut í Pandóru árið 2008 fyrir 2 milljarða danskra króna. Framleiðslan á skartgripum Pandóru fer alfarið fram í Taílandi og er fyrirtækið með 3.000 starfsmenn í vinnu þar í landi. Áætlanir gera ráð fyrir að sá starfsmannafjöldi tvöfaldist á næstu árum. Vöxtur Pandóru hefur verið ævintýralegur en veltan hefur tvöfaldast milli síðustu tveggja ára og hagnaðurinn aukist um 40%. Þetta er einkum að þakka gríðarlegri sölu á svokölluðum heilla-armböndum sem eiga að veita kaupandanum hamingju og heppni í lífinu. Peter Falk Sörensen greinandi hjá Danske Bank viðurkennir að hagnaðurinn af rekstri Pandoru sé áhrifamikill í augnablikinu. Sörensen segir hinsvegar í nýlegu áliti greiningar Danske Bank að þessi árangur geti ekki haldið áfram. Að Pandora vaxi um 100% árlega áfram þýði að innan fárra ára verði efnahagsreikningur fyrirtækisins orðinn stærri en hjá Microsoft. Og til lengri tíma litið stærri en efnahagsreikningur heimsins á heildina litið. Sörensen bendir á að heilla-armböndin séu tískufyrirbæri og því ekki skynsamlegt að byggja framtíðaráætlanir fyrirtækisins á áframhaldandi mikilli sölu þeirra. Hann bendir á að hagnaður Pandóru sé nú 40 aurar á hverja krónu sem velt er meðan að þessi hagnaður hjá best reknu fyrirtækjum Danmerkur liggi á bilinu 15 til 30 aurar á hverja krónu. Þar er hann að tala um fyrirtæki á borð við Novo, Vestas, Novozymes, Carlsberg, Chr. Hansen, William Demant og Lego. Rekstur allra þessara fyrirtækja byggist á sterkum einkaleyfum eða vörum sem erfitt er að framleiða ódýrar eftirlíkingar af. Því sé erfitt að sjá að Pandóra geti haldið þessu hagnaðarhlutfalli. Hvað sem líður skoðunum Sörensen er það staðreynd að margir vilja kaupa hluti í Pandóru. Ef áhuginn heldur áfram munu seljendur FIH bankans njóta góðs af í gegnum samningsákvæðið um ágóðahlut úr Axcel III sjóðnum. Heimildir: Berlingske Tidende, Börsen, Dansk Aktie Analyse o .fl. Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Mikil umfjöllun hefur verið um komandi markaðsskráningu skartgripafyrirtækisins Pandóru í dönskum fjölmiðlum í liðinni viku. Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings eiga mikið undir, eða allt að 20 milljörðum kr., að skráningin heppnist vel. Flest bendir til að svo verði og er áhugi fjárfesta á Pandóru gríðarlegur í augnablikinu. Eins og fram hefur komið í fréttum gætu Seðlabankinn og skilanefndin fengið einn milljarð danskra kr. eða um 20 milljarða kr. aukalega fyrir söluna á FIH bankanum „ef allt fer á besta veg" eins og það er orðað. Þessi upphæð mun koma úr sjóðnum Axcel III sem FIH á hlutdeild í ásamt raunar Nordea bankanum, Lego fjölskyldunni og hópi af þekktum fjárfestum í Danmörku. Axcel III er áhættufjárfestingarsjóður og sem slíkur keypti hann 60% hlut í Pandóru fyrir tveimur árum. Sú fjárhæð virðist ætla að skila milljörðum danskra kr. í vasa eigenda sjóðsins. Greining Nordea bankans telur að markaðsvirði Pandóru sé ekki undir 25 milljarðar danskra kr. og að 4% hlutur bankans í Axcel III muni skila 1,4 milljarða danskra kr. hagnaði í hirslur Nordea. Miðað við fréttir í dönskum fjölmiðlum í vikunni virðist þetta mat Nordea síður en svo vera út í hött. Alþjóðlegir fjárfestar bókstaflega slást um að fá að skrá sig fyrir hlutum í Pandóru áður en félagið verður formlega skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Þannig eru nær 9 milljarðar danskra kr. þegar komnir í hús í fyrirframkaupum á hlutum í Pandóru. Það lítur því út fyrir að allt „fari á besta veg" fyrir Seðlabankann og skilanefnd Kaupþings hvað varðar hlutdeild þeirra í Axcel III sjóðnum í náinni framtíð. En þetta er ekki allt dans á rósum því greining Danske Bank varar fjárfesta við því að verðið sem fjárfestar eru að greiða í dag (175-225 dkr. á hlut) sé alltof hátt. Hætta sé á að verðið hrapi niður í 40 dkr. á hlut í náinni framtíð. Pandora var stofnað árið 1982 af dönskum manni, Per Enevoldsen, sem búsettur er í Taílandi. Raunar er hann enn forstjóri fyrirtækisins en hann seldi Axcel III 60% hlut í Pandóru árið 2008 fyrir 2 milljarða danskra króna. Framleiðslan á skartgripum Pandóru fer alfarið fram í Taílandi og er fyrirtækið með 3.000 starfsmenn í vinnu þar í landi. Áætlanir gera ráð fyrir að sá starfsmannafjöldi tvöfaldist á næstu árum. Vöxtur Pandóru hefur verið ævintýralegur en veltan hefur tvöfaldast milli síðustu tveggja ára og hagnaðurinn aukist um 40%. Þetta er einkum að þakka gríðarlegri sölu á svokölluðum heilla-armböndum sem eiga að veita kaupandanum hamingju og heppni í lífinu. Peter Falk Sörensen greinandi hjá Danske Bank viðurkennir að hagnaðurinn af rekstri Pandoru sé áhrifamikill í augnablikinu. Sörensen segir hinsvegar í nýlegu áliti greiningar Danske Bank að þessi árangur geti ekki haldið áfram. Að Pandora vaxi um 100% árlega áfram þýði að innan fárra ára verði efnahagsreikningur fyrirtækisins orðinn stærri en hjá Microsoft. Og til lengri tíma litið stærri en efnahagsreikningur heimsins á heildina litið. Sörensen bendir á að heilla-armböndin séu tískufyrirbæri og því ekki skynsamlegt að byggja framtíðaráætlanir fyrirtækisins á áframhaldandi mikilli sölu þeirra. Hann bendir á að hagnaður Pandóru sé nú 40 aurar á hverja krónu sem velt er meðan að þessi hagnaður hjá best reknu fyrirtækjum Danmerkur liggi á bilinu 15 til 30 aurar á hverja krónu. Þar er hann að tala um fyrirtæki á borð við Novo, Vestas, Novozymes, Carlsberg, Chr. Hansen, William Demant og Lego. Rekstur allra þessara fyrirtækja byggist á sterkum einkaleyfum eða vörum sem erfitt er að framleiða ódýrar eftirlíkingar af. Því sé erfitt að sjá að Pandóra geti haldið þessu hagnaðarhlutfalli. Hvað sem líður skoðunum Sörensen er það staðreynd að margir vilja kaupa hluti í Pandóru. Ef áhuginn heldur áfram munu seljendur FIH bankans njóta góðs af í gegnum samningsákvæðið um ágóðahlut úr Axcel III sjóðnum. Heimildir: Berlingske Tidende, Börsen, Dansk Aktie Analyse o .fl.
Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira