Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Kjartan Kjartansson og Telma Tómasson skrifa 31. október 2025 09:30 Jón Guðni Ómarsson er bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Anton Brink Bankastjóri Íslandsbanka segir of snemmt að skera úr um hvort að vaxtadómur Hæstaréttar eigi eftir að gera lán dýrari eða ódýrari á Íslandi. Hann á síður von á að sinn banki bjóði aftur upp á breytilega verðtryggða vexti. Íslandsbanki tilkynnti í gær að einu lánin sem hann byði upp á yrðu óverðtryggð á föstum vöxtum. Það voru viðbrögð við nýlegum dómi Hæstaréttar sem dæmdi skilmála vaxta á breytilegum vöxtum hjá Íslandsbanka ólöglega. Landsbankinn og aðrar lánastofnanir hafa þegar tilkynnt um breytt framboð á lánum í kjölfar dómsins og í aðdraganda fleiri sambærilegra mála sem bíða Hæstaréttar. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka,´sagði í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að bankinn stefndi að því að bjóða upp á breytilega vexti eins fljótt og auðið yrði. Sama ætti við um verðtryggð lán sem til stæði að bjóða öllum lántakendum, ekki bara fyrstu kaupendum eins og Landsbankinn tilkynnti um í síðustu viku. „Ég á svona síður von á því að breytilegir verðtryggðir vextir komi aftur,“ sagði Jón Guðni. Spurður að því hvort að vaxtadómurinn ætti eftir að gera lán dýrari eða ódýrari sagði Jón Guðni of snemmt að segja til um það. Vaxtaumhverfið réði mestu um það. „Ég er bara bjartsýnn á það að við getum búið til góðar vörur þannig að þetta verði mjög skilvirkur markaður eftir sem áður,“ sagði bankastjórinn sem fullyrti að Íslandsbanki tæki hluta af kostnaðinum við vaxtadóminn á sig. Aukinn áhugi á óverðtryggðu með fasta vexti Skilmálar lána Íslandsbanka sem Hæstiréttur taldi ólöglega veitti bankanum nokkuð alltumlykandi svigrúm til þess að taka ákvarðanir um breytingar á vöxtum lána. Hæstiréttur sagði í dómi sínum að rétt væri að miða við stýrivexti Seðlabankans við vaxtaákvarðanir. Stýrivextirnir eru nú 7,5 prósent. Jón Guðni sagði áhuga á óverðtryggðum fastvaxtalánum hafa aukist aðeins að undanförnu þegar hann var spurður hvort hann gerði ráð fyrir að nokkur hefði áhuga á að taka slíkt lán við núverandi aðstæður. „Þetta eru lánin sem eru í boði núna fyrir þá sem eru að huga að húsnæðiskaupum akkúrat núna,“ sagði bankastjórinn sem boðaði að lánaframboðið ykist aftur á næstu vikum. Voru komin með eigin lausn fyrir útspil ríkisstjórnar Ríkisstjórnin kynnti í vikunni að ætlunin væri að bregðast við dómnum með því að birta svokallað vaxtaviðmið í samráði við Seðlabankann sem lánveitendur gætu notað til grundvallar verðtryggðum lánum. Viðmiðið byggði á vöxtum ríkisskuldabréfa. Jón Guðni sagði Íslandsbanka hafa verið búinn að teikna upp sínar eigin lausnir varðandi verðtryggð lán. Hann þyrfti nokkra daga til þess að gera upp við sig hvort hann nýtti vaxtaviðmið stjórnvalda eða sína eigin lausn. Vaxtamálið Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Dómsmál Lánamál Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Íslandsbanki tilkynnti í gær að einu lánin sem hann byði upp á yrðu óverðtryggð á föstum vöxtum. Það voru viðbrögð við nýlegum dómi Hæstaréttar sem dæmdi skilmála vaxta á breytilegum vöxtum hjá Íslandsbanka ólöglega. Landsbankinn og aðrar lánastofnanir hafa þegar tilkynnt um breytt framboð á lánum í kjölfar dómsins og í aðdraganda fleiri sambærilegra mála sem bíða Hæstaréttar. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka,´sagði í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að bankinn stefndi að því að bjóða upp á breytilega vexti eins fljótt og auðið yrði. Sama ætti við um verðtryggð lán sem til stæði að bjóða öllum lántakendum, ekki bara fyrstu kaupendum eins og Landsbankinn tilkynnti um í síðustu viku. „Ég á svona síður von á því að breytilegir verðtryggðir vextir komi aftur,“ sagði Jón Guðni. Spurður að því hvort að vaxtadómurinn ætti eftir að gera lán dýrari eða ódýrari sagði Jón Guðni of snemmt að segja til um það. Vaxtaumhverfið réði mestu um það. „Ég er bara bjartsýnn á það að við getum búið til góðar vörur þannig að þetta verði mjög skilvirkur markaður eftir sem áður,“ sagði bankastjórinn sem fullyrti að Íslandsbanki tæki hluta af kostnaðinum við vaxtadóminn á sig. Aukinn áhugi á óverðtryggðu með fasta vexti Skilmálar lána Íslandsbanka sem Hæstiréttur taldi ólöglega veitti bankanum nokkuð alltumlykandi svigrúm til þess að taka ákvarðanir um breytingar á vöxtum lána. Hæstiréttur sagði í dómi sínum að rétt væri að miða við stýrivexti Seðlabankans við vaxtaákvarðanir. Stýrivextirnir eru nú 7,5 prósent. Jón Guðni sagði áhuga á óverðtryggðum fastvaxtalánum hafa aukist aðeins að undanförnu þegar hann var spurður hvort hann gerði ráð fyrir að nokkur hefði áhuga á að taka slíkt lán við núverandi aðstæður. „Þetta eru lánin sem eru í boði núna fyrir þá sem eru að huga að húsnæðiskaupum akkúrat núna,“ sagði bankastjórinn sem boðaði að lánaframboðið ykist aftur á næstu vikum. Voru komin með eigin lausn fyrir útspil ríkisstjórnar Ríkisstjórnin kynnti í vikunni að ætlunin væri að bregðast við dómnum með því að birta svokallað vaxtaviðmið í samráði við Seðlabankann sem lánveitendur gætu notað til grundvallar verðtryggðum lánum. Viðmiðið byggði á vöxtum ríkisskuldabréfa. Jón Guðni sagði Íslandsbanka hafa verið búinn að teikna upp sínar eigin lausnir varðandi verðtryggð lán. Hann þyrfti nokkra daga til þess að gera upp við sig hvort hann nýtti vaxtaviðmið stjórnvalda eða sína eigin lausn.
Vaxtamálið Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Dómsmál Lánamál Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira