Tæpar 400 þúsund krónur nægja ekki fyrir framfærslunni Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 15. desember 2010 18:52 Öryrki og einstæð móðir með nærri fjögur hundruð þúsund krónur í tekjur frá Tryggingastofnun kveðst ekki hafa efni á jólunum. Að minnsta kosti 75 prósent vinnandi fólks í landinu er með minna á milli handanna eftir skatta. Starfsgreinasambandið er að berjast fyrir 200 þúsund króna lágmarkslaunum, samkvæmt tölum hagstofunnar eru meðal mánaðarlaun fólks í landinu 334 þúsund krónur, þar kemur líka fram að 75% þjóðarinnar er með minna en 383 þúsund krónur á mánuði í föst laun fyrir fulla vinnu sem gefa um 267 þúsund krónur í vasann eftir skatta, gjöld og lífeyrissjóð. Freyja Dís Númadóttir, öryrki og einstæð móðir þriggja barna, er hins vegar með um 388 þúsund krónur í heildargreiðslur frá Tryggingastofnun. Það eru hennar ráðstöfunartekjur, sem jafngilda þá tæpum 600 þúsund krónum (596.000 kr.) í mánaðarlaun. Til viðmiðunar má nefna að föst laun þingmanna eru 520 þúsund krónur. Auk örorkubóta eru greiðslur Freyju meðal annars meðlög, barnalífeyrir og umönnunargreiðslur vegna barna. Freyja býr í félagslegri íbúð í Norðlingaholti ásamt þremur dætrum sínum, 10 til 13 ára. Hún kveðst hafa veikst af heilahimnubólgu 7 ára gömul og greind öryrki 16 ára. „Upp úr þessu hef ég ekki haft fulla vinnslugetu eins og eðlileg persóna," segir Freyja. Hún segist vera óvinnufær, meðal annars með áreynsluasma og lélegt ónæmiskerfi. „Ég á bara einn þúsundkall í veskinu mínu," segir Freyja. Hún segist ekki eiga val um annað en að sækja sér mataraðstoð hjá hjálparsamtökum. Jafnvel þó að það þýði að hún muni krókna á tánum. Hún segir að fleiri séu í svipaðri stöðu og hún. Freyja segist þó gera sér grein fyrir því að hún hafi komið sér í þessa stöðu sjálf. Fréttir ársins 2010 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Öryrki og einstæð móðir með nærri fjögur hundruð þúsund krónur í tekjur frá Tryggingastofnun kveðst ekki hafa efni á jólunum. Að minnsta kosti 75 prósent vinnandi fólks í landinu er með minna á milli handanna eftir skatta. Starfsgreinasambandið er að berjast fyrir 200 þúsund króna lágmarkslaunum, samkvæmt tölum hagstofunnar eru meðal mánaðarlaun fólks í landinu 334 þúsund krónur, þar kemur líka fram að 75% þjóðarinnar er með minna en 383 þúsund krónur á mánuði í föst laun fyrir fulla vinnu sem gefa um 267 þúsund krónur í vasann eftir skatta, gjöld og lífeyrissjóð. Freyja Dís Númadóttir, öryrki og einstæð móðir þriggja barna, er hins vegar með um 388 þúsund krónur í heildargreiðslur frá Tryggingastofnun. Það eru hennar ráðstöfunartekjur, sem jafngilda þá tæpum 600 þúsund krónum (596.000 kr.) í mánaðarlaun. Til viðmiðunar má nefna að föst laun þingmanna eru 520 þúsund krónur. Auk örorkubóta eru greiðslur Freyju meðal annars meðlög, barnalífeyrir og umönnunargreiðslur vegna barna. Freyja býr í félagslegri íbúð í Norðlingaholti ásamt þremur dætrum sínum, 10 til 13 ára. Hún kveðst hafa veikst af heilahimnubólgu 7 ára gömul og greind öryrki 16 ára. „Upp úr þessu hef ég ekki haft fulla vinnslugetu eins og eðlileg persóna," segir Freyja. Hún segist vera óvinnufær, meðal annars með áreynsluasma og lélegt ónæmiskerfi. „Ég á bara einn þúsundkall í veskinu mínu," segir Freyja. Hún segist ekki eiga val um annað en að sækja sér mataraðstoð hjá hjálparsamtökum. Jafnvel þó að það þýði að hún muni krókna á tánum. Hún segir að fleiri séu í svipaðri stöðu og hún. Freyja segist þó gera sér grein fyrir því að hún hafi komið sér í þessa stöðu sjálf.
Fréttir ársins 2010 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira