Jón Arnór Stefánsson meiddist á hné í tapleik Granada á móti Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta á dögunum og nú er komið í ljós að hann reif liðþófa og teygði á krossbandi.
Á heimasíðu Granada-liðsins segir að Jón Arnór verði líklega frá í tvo fyrstu mánuðina á árinu 2011 en hann missti einnig af tveimur mánuðum á tímabilinu í fyrra eftir að hafa meiðst illa á baki á undirbúningstímabilinu.
Jón Arnór slapp við aðgerð að þessu sinni og ætti það að flýta fyrir bata en það má segja að betur hafi farið en á horfðist í upphafi.
Það hefur lítið gengið hjá Granada-liðinu á tímabilinu og er liðið sem stendur í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins 3 sigra í 13 leikjum. Það kemur sér mjög illa fyrir liðið að missa Jón Arnór sem hefur spilað mikilvægt hlutverk í að koma með kraft inn af bekknum.
Jón Arnór missir af tveimur fyrstu mánuðum ársins 2011
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti