List án landamæra blífur 29. apríl 2010 13:00 Verk eftir Kristin Þór Elíasson prýðir forsíðu bæklings hátíðarinnar í ár en þetta er í sjöunda sinn sem hún er haldin. Hátíðin List án landamæra er sett í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 17. Er hún nú haldin í sjöunda sinn en yfir fimmtíu viðburðir eru á dagskránni víða um land á næstu vikum, flestir á höfuðborgarsvæðinu eins og áður, en einnig í Borgarnesi, á Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, í Vestmannaeyjum, á Selfossi og á Suðurnesjum. Fjölmörg atriði verða á opnuninni í dag: tónlist, upplestur og gjörningar. Katrín Jakobsdóttir setur háíðina. Leikkonurnar Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Sigrid Husjord munu sjá um kynninguna en Sigrid er norsk og flaug hingað af tilefninu. Þegar dagskránni er lokið verður stór samsýning opnuð í Austursal Ráðhússins. Þar mun fjölmargt ólíkt myndlistarfólk sýna, en sýningin mun standa til 9. maí. Stórt veggverk, samvinnuverkefni allra á Lækjarási, verður til sýnis. Verkið byggir á ljóði eins úr hópnum, Auðuns Gestssonar, og fjallar um náttúruna og gróðurinn í kringum Lækjarás, með samlíkingu milli vaxtar gróðursins og Lækjaráss og margbreytileika fólksins sem staðinn sækir. Stór hópur frá Gylfaflöt mun taka þátt. Þau munu sýna 10 fótaskemla í tilefni 10 ára afmælis Gylfaflatar. Á dagskránni fram undan á höfuðborgarsvæðinu má nefna opnun samstarfssýningar Elínar Önnu Þórisdóttur og Kristins Þórs Elíassonar á Mokka í dag kl. 15. Á meðal annarra viðburða sem fram undan eru mætti nefna myndlistarsýningu á Kaffi Rót á föstudag, Geðveikt kaffihús og handverksmarkað í Hinu húsinu á laugardag og hönnunarsýningu í Norræna húsinu á sunnudag. Fram undan á Suðurnesjum má nefna dagskrá í Garði á morgun undir yfirskriftinni „Fuglarnir í Garðinum“ sem mun standa til 30. maí, en þar verður spunnið sameiginlegt listaverk um allan Garðinn á tímabilinu. Á hátíðisdegi verkalýðsins á laugardag er opnun sýningar Safnasafnsins á Svalbarðsströnd í tilefni af 80 ára afmæli Sólheima í Grímsnesi. Listahópurinn Geðlist frá Akureyri mun afhjúpa skúlptúr á bílastæði Safnasafnsins sama dag. Á Egilsstöðum verður hátíðardagskrá í Sláturhúsinu og í Reykjanesbæ opnar ljósmyndasýning í Göngugötunni Kjarna. Í Borgarnesi opnuðu Alþýðulistamenn sýningu um síðustu helgi, en hún mun standa í Gallerí Brák til 9. maí. Dagskrárbækling listahátíðarinnar er hægt að sjá á síðunni listanlandamaera.blog.is. Hægt verður að nálgast prentuð eintök í Ráðhúsinu í dag og á öllum viðburðum hátíðarinnar. Lífið Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira
Hátíðin List án landamæra er sett í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 17. Er hún nú haldin í sjöunda sinn en yfir fimmtíu viðburðir eru á dagskránni víða um land á næstu vikum, flestir á höfuðborgarsvæðinu eins og áður, en einnig í Borgarnesi, á Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, í Vestmannaeyjum, á Selfossi og á Suðurnesjum. Fjölmörg atriði verða á opnuninni í dag: tónlist, upplestur og gjörningar. Katrín Jakobsdóttir setur háíðina. Leikkonurnar Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Sigrid Husjord munu sjá um kynninguna en Sigrid er norsk og flaug hingað af tilefninu. Þegar dagskránni er lokið verður stór samsýning opnuð í Austursal Ráðhússins. Þar mun fjölmargt ólíkt myndlistarfólk sýna, en sýningin mun standa til 9. maí. Stórt veggverk, samvinnuverkefni allra á Lækjarási, verður til sýnis. Verkið byggir á ljóði eins úr hópnum, Auðuns Gestssonar, og fjallar um náttúruna og gróðurinn í kringum Lækjarás, með samlíkingu milli vaxtar gróðursins og Lækjaráss og margbreytileika fólksins sem staðinn sækir. Stór hópur frá Gylfaflöt mun taka þátt. Þau munu sýna 10 fótaskemla í tilefni 10 ára afmælis Gylfaflatar. Á dagskránni fram undan á höfuðborgarsvæðinu má nefna opnun samstarfssýningar Elínar Önnu Þórisdóttur og Kristins Þórs Elíassonar á Mokka í dag kl. 15. Á meðal annarra viðburða sem fram undan eru mætti nefna myndlistarsýningu á Kaffi Rót á föstudag, Geðveikt kaffihús og handverksmarkað í Hinu húsinu á laugardag og hönnunarsýningu í Norræna húsinu á sunnudag. Fram undan á Suðurnesjum má nefna dagskrá í Garði á morgun undir yfirskriftinni „Fuglarnir í Garðinum“ sem mun standa til 30. maí, en þar verður spunnið sameiginlegt listaverk um allan Garðinn á tímabilinu. Á hátíðisdegi verkalýðsins á laugardag er opnun sýningar Safnasafnsins á Svalbarðsströnd í tilefni af 80 ára afmæli Sólheima í Grímsnesi. Listahópurinn Geðlist frá Akureyri mun afhjúpa skúlptúr á bílastæði Safnasafnsins sama dag. Á Egilsstöðum verður hátíðardagskrá í Sláturhúsinu og í Reykjanesbæ opnar ljósmyndasýning í Göngugötunni Kjarna. Í Borgarnesi opnuðu Alþýðulistamenn sýningu um síðustu helgi, en hún mun standa í Gallerí Brák til 9. maí. Dagskrárbækling listahátíðarinnar er hægt að sjá á síðunni listanlandamaera.blog.is. Hægt verður að nálgast prentuð eintök í Ráðhúsinu í dag og á öllum viðburðum hátíðarinnar.
Lífið Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira