Handbolti

Enginn bikarblús hjá Valskonum fyrir norðan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Berglind Íris hansdóttir fékk ekki á sig mörg mörk í kvöld.
Berglind Íris hansdóttir fékk ekki á sig mörg mörk í kvöld.
Valskonur unnu sinn 18. sigur í 20 leikjum í N1 deild kvenna í vetur þegar liðið fór norður á Akureyri í kvöld og vann átján marka sigur á heimastúlkum í KA/Þór, 31-13.

Valsliðið tapaði sínum fyrsta leik í vetur í bikarúrslitaleiknum á móti Fram um síðustu helgi en það var enginn bikarblús hjá Valskonum í þessum sannfærandi sigri.

Þetta var tólfti deildarsigur Valskvenna í röð en þær hafa aðeins einu sinni áður haldið andstæðingum sínum í þrettán mörkum en það var í 47-13 sigri á botnliði Víkings í byrjun október.

KA/Þór-Valur 13-31

Mörk KA/Þór: Martha Hermansdóttir 3, Arna Valgerður Erlingsdóttir 3

Ásdís Sigurðardóttir 3, Emma Havin Sardardóttir 1, Kolbrún Einarsdóttir 1, Inga Dís Sigurðardóttir 1, Unnur Ómarsdóttir 1.

Mörk Vals: Ágústa Edda Björnsdóttir 6, Rebekka Skúladóttir 3, Hrafnhildur Skúladóttir 3, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 3, Katrín Andrésdóttir 2, Kristín Guðmundsdóttir 2, Karólína Gunnarsdóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Arndís Erlingsdóttir 2, Nína K. Björnsdóttir 2, Soffía Gísladóttir 1. Berglind Íris Hansdóttir varði 23 skot í markinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×