Handbolti

Grótta vann sinn fyrsta sigur - Fram með fullt hús

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Grótta vann sinn fyrsta sigur í N1-deild kvenna í vetur er það tók á móti ÍR í uppgjöri botnliðanna. Bæði lið voru án sigurs fyrir leikinn.

Grótta var sterkari aðilinn í leiknum og vann sanngjarnan sigur, 24-18.

Sem fyrr var lítil spenna í leikjum bestu liða deildarinnar en Fram og Valur völtuðu yfir andstæðinga sína.

Fram er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga en Valur er í öðru sæti, tveim stigum á eftir Fram.

Úrslit dagsins:

Grótta-ÍR   24-18

Fram-ÍBV  41-17

Mörk Fram: Birna Berg Haraldsdóttir 9, Karen Knútsdóttir 7, Ásta Birna Gunnarsdóttir 7, Pavla Nevarilova 5, Stella Sigurðardóttir 4, Marthe Sördal 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2, Anna María Guðmundsdóttir 1.

Mörk ÍBV: Guðbjörg Guðmannsdóttir 6, Drífa Þorvaldsdóttir 3, Ester Óskarsdóttir 3, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 2, Aníta Elíasdóttir 1, Hildur Dögg Jónsdóttir 1, Sandra Gísladóttir 1.

Valur-FH  30-14

Mörk Vals: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 11, Ágústa Edda Björnsdóttir 4, Anna Úrsula Guðmundsdóttir 4, Kristín Guðmundsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 3, Rebekka Rut Skúladóttir 2, Karólína Gunnarsdóttir 1, Arndís María Erlingsdóttir 1, Anett Köbli 1.

Mörk FH: Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 4, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Heiðdís Guðmundsdóttir 1, Steinunn Snorradóttir 1, Sigrún Gilsdóttir 1, Birna Íris Helgadóttir 1, Hind Hannesdóttir 1, Gunnur Sveinsdóttir 1, Margrét Aronsdóttir 1, Ingibjörg Pálmadóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×