Það var sannkallaður stórleikur í NBA-deildinni í nótt þegar Cleveland tók á móti meisturum Los Angeles Lakers. Cleveland hafði betur, 93-87, en það var risasóknarfrákast frá Anderson Varejao sem gerði gæfumuninn í lokin. Hann fékk vítaskot í kjölfarið sem hann setti niður.
„Þetta var gaman. Margir sögðu mér að það hefði verið gaman að horfa á leikinn. Ég get líka sagt að það var mjög skemmtilegt að spila leikinn," sagði LeBron James, leikmaður cleveland eftir leikinn.
James fór á kostum í leiknum og skoraði 37 stig og gaf 9 stoðsendingar. Þar af hitti hann úr 5 af síðustu 7 skotum sínum þegar mest var undir í lokin.
Úrslit næturinnar:
Cleveland-LA Lakers 93-87
Denver- LA Clippers 105-85