Vigdís Hauksdóttir: Styrkjum stoðir Alþingis Vigdís Hauksdóttir skrifar 20. apríl 2010 06:00 Nýútkomin skýrsla Rannsóknarnefndarinnar er afar vönduð, faglega unninn og til allrar fyrirmyndar. Þann 1. janúar árið 1994 tóku gildi lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Megin uppistaða EES samningsins er hið svokallaða fjórfrelsi - sem gengur út á frjálsan flutnings vöru, fólks, þjónustu og fjármagns án landamæra innan Evrópusambandsins. Þarna var lagður grunnur að því gerræðislega og taumlausa fjármálakerfi sem þróaðist hér og í Evrópu sem varð okkur að lokum að falli. Vorið 2001 setti Alþingi tvenn lög sem mörkuðu rammann um sölu bankanna og framtíðarskipan varðandi starfsumhverfi banka á Íslandi undir forystu þáverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Lög nr. 70/2001 kváðu á um heimild til sölu á hlutafé ríkisins í bönkunum. Samhliða gerði Alþingi með lögum nr. 69/2001 breytingar á þágildandi lögum um viðskiptabanka og sparisjóði. Þær breytingar endurspegluðu m.a. stefnumörkun um að ekki væri rétt að leiða í lög hér á landi beinar takmarkanir á stærð eignarhluta einstakra aðila í fjármálafyrirtækjum. Bankarnir fengu að vaxa óáreittir á grundvelli laga sem Alþingi setti og á grundvelli Evrópusambandsreglna. Í 15. kafla skýrslu Rannsóknarnefndarinnar kemur fram að Rannsóknarnefndin hafi sérstaklega tekið til athugunar hvernig starfsheimildir lánastofnana varðandi sjö tiltekin atriði hefðu breyst í kjölfar aðildar Íslands að EES-samningnum og fara þær hér á eftir. Veittar voru auknar heimildir til heimila lánastofnunum að fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri, lánafyrirgreiðslu til stjórnenda, til að fjárfesta í fasteignum og félögum um fasteignir, til að veita lán til kaupa á eigin hlutum og til að reka vátryggingafélög. Minni kröfur voru síðan gerðar um rekstrarfyrirkomulag verðbréfafyrirtækja. Þarna sést svart á hvítu hvað lagasetning EES samningsins hafði í för með sér. Taumlaus eftirgjöf á fjármálasviðinu sem íslenskir bankamenn nýttu í topp. Síðan segir í skýrslunni „Í öllum þessum tilvikum voru reglurnar rýmkaðar og athafnafrelsi lánastofnana aukið verulega. Lágmarkskröfur tilskipana Evrópusambandsins um starfsemi lánastofnana fjölluðu ekki beinlínis um þessar auknu starfsheimildir. Íslandi var því ekki skylt vegna EES-samningsins að auka starfsheimildir innlendra lánastofnana á þennan hátt, heldur var af samkeppnisástæðum talið nauðsynlegt að löggjöfin yrði sambærileg um þessi atriði og í helstu nágrannalöndunum." Alþingi Íslendinga samþykkti lög samkvæmt ýtrustu reglum Evrópusambandsins án þess að þurfa að gera það. Því spyr ég mig - hví létu stjórnmálamenn þessa tíma undan hótunum auðvaldsins að ekki mætti þrengja þessar reglur hér á landi vegna samkeppnishæfni bankanna á alþjóðamarkaði? Hvers vegna mátti ekki setja stærðarmörk á bankanna? Reglulega var ríkinu hótað málsókn á grunni samkeppnisreglna EES samningsins. Reglulega var því hótað að bankarnir færu úr landi. Löggjafinn er einn hluti þrígreiningar ríkisvaldsins og skal vera sjálfstæður. Það er alvarlegt ef löggjafinn lætur undan þrýstingi frá aðilum utan úr samfélaginu. Auðveldlega má færa fyrir því rök að slök lagasetning undanfarin ár eigi einhvern þátt í því hvernig komið er fyrir okkur sem þjóð. Til að koma í veg fyrir endurtekningu þessara hörmunga verður að styrkja stoðir Alþingis bæði fjárhagslega og faglega. Frumvarp til laga um lagaskrifstofu Alþingis sem ég hef lagt fram ásamt flestum þingmönnum Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar er fyrsta skrefið, auk ráðgjafar frá þjóðþingum hinna Norðurlandanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Nýútkomin skýrsla Rannsóknarnefndarinnar er afar vönduð, faglega unninn og til allrar fyrirmyndar. Þann 1. janúar árið 1994 tóku gildi lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Megin uppistaða EES samningsins er hið svokallaða fjórfrelsi - sem gengur út á frjálsan flutnings vöru, fólks, þjónustu og fjármagns án landamæra innan Evrópusambandsins. Þarna var lagður grunnur að því gerræðislega og taumlausa fjármálakerfi sem þróaðist hér og í Evrópu sem varð okkur að lokum að falli. Vorið 2001 setti Alþingi tvenn lög sem mörkuðu rammann um sölu bankanna og framtíðarskipan varðandi starfsumhverfi banka á Íslandi undir forystu þáverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Lög nr. 70/2001 kváðu á um heimild til sölu á hlutafé ríkisins í bönkunum. Samhliða gerði Alþingi með lögum nr. 69/2001 breytingar á þágildandi lögum um viðskiptabanka og sparisjóði. Þær breytingar endurspegluðu m.a. stefnumörkun um að ekki væri rétt að leiða í lög hér á landi beinar takmarkanir á stærð eignarhluta einstakra aðila í fjármálafyrirtækjum. Bankarnir fengu að vaxa óáreittir á grundvelli laga sem Alþingi setti og á grundvelli Evrópusambandsreglna. Í 15. kafla skýrslu Rannsóknarnefndarinnar kemur fram að Rannsóknarnefndin hafi sérstaklega tekið til athugunar hvernig starfsheimildir lánastofnana varðandi sjö tiltekin atriði hefðu breyst í kjölfar aðildar Íslands að EES-samningnum og fara þær hér á eftir. Veittar voru auknar heimildir til heimila lánastofnunum að fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri, lánafyrirgreiðslu til stjórnenda, til að fjárfesta í fasteignum og félögum um fasteignir, til að veita lán til kaupa á eigin hlutum og til að reka vátryggingafélög. Minni kröfur voru síðan gerðar um rekstrarfyrirkomulag verðbréfafyrirtækja. Þarna sést svart á hvítu hvað lagasetning EES samningsins hafði í för með sér. Taumlaus eftirgjöf á fjármálasviðinu sem íslenskir bankamenn nýttu í topp. Síðan segir í skýrslunni „Í öllum þessum tilvikum voru reglurnar rýmkaðar og athafnafrelsi lánastofnana aukið verulega. Lágmarkskröfur tilskipana Evrópusambandsins um starfsemi lánastofnana fjölluðu ekki beinlínis um þessar auknu starfsheimildir. Íslandi var því ekki skylt vegna EES-samningsins að auka starfsheimildir innlendra lánastofnana á þennan hátt, heldur var af samkeppnisástæðum talið nauðsynlegt að löggjöfin yrði sambærileg um þessi atriði og í helstu nágrannalöndunum." Alþingi Íslendinga samþykkti lög samkvæmt ýtrustu reglum Evrópusambandsins án þess að þurfa að gera það. Því spyr ég mig - hví létu stjórnmálamenn þessa tíma undan hótunum auðvaldsins að ekki mætti þrengja þessar reglur hér á landi vegna samkeppnishæfni bankanna á alþjóðamarkaði? Hvers vegna mátti ekki setja stærðarmörk á bankanna? Reglulega var ríkinu hótað málsókn á grunni samkeppnisreglna EES samningsins. Reglulega var því hótað að bankarnir færu úr landi. Löggjafinn er einn hluti þrígreiningar ríkisvaldsins og skal vera sjálfstæður. Það er alvarlegt ef löggjafinn lætur undan þrýstingi frá aðilum utan úr samfélaginu. Auðveldlega má færa fyrir því rök að slök lagasetning undanfarin ár eigi einhvern þátt í því hvernig komið er fyrir okkur sem þjóð. Til að koma í veg fyrir endurtekningu þessara hörmunga verður að styrkja stoðir Alþingis bæði fjárhagslega og faglega. Frumvarp til laga um lagaskrifstofu Alþingis sem ég hef lagt fram ásamt flestum þingmönnum Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar er fyrsta skrefið, auk ráðgjafar frá þjóðþingum hinna Norðurlandanna.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun