Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að spila sinn fyrsta leik fyrir Hoffenheim en Gylfi lék síðustu 13 mínúturnar fyrir liðið er það lagði Schalke, 2-0, í kvöld.
Isaac Vorsah skoraði fyrra mark Hoffenheim í kvöld á 37. mínútu. Síðara mark liðsins var sjálfsmark hjá Manuel Neuer á 90. mínútu.
Hoffenheim er með fullt hús stiga í deildinni eftir að hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína.