Hrunskýrslu aftur seinkað 25. janúar 2010 11:00 Frá blaðamannafundinum í dag. Útgáfu skýrslu Rannsóknarnefdar Alþingis um efnahagshrunið hefur verið frestað en til stóð að nefndin myndi skila skýrslunni 1. febrúar næstkomandi Þetta kom fram á blaðamannafundi rannsóknarnefndarinnar í Alþingishúsinu sem hófst klukkan 11. Skýrslan kemur í stað huganlega út í lok febrúar. Þetta er í annað sinn sem útgáfu skýrslu rannsóknarnefndarinnar er frestað en í upphafi stóð til að nefndin myndi skila skýrslunni 1. nóvember 2009. Rannsóknarnefndin var sett á fót í lok árs 2008. Hlutverk hennar er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls bankanna. Formaður nefndarinnar, Páll Hreinsson, hefur áður sagt að skýrslan telji á annað þúsund blaðsíður. Rannsóknarnefndin telur ljóst að hún þarf nokkurn tíma til að ljúka frágangi skýrslunnar og þeim lögbundnu verkefnum sem hún þarf að hafa lokið áður en unnt er afhenda og birta skýrslu nefndarinnar. „Nefndin hefur í dag gert forsætisnefnd Alþingis og formönnum þingflokka á Alþingi grein fyrir stöðunni í starfi nefndarinnar og jafnframt tekið fram að hún vænti þess að geta lokið verkinu, komi ekkert óvænt upp í því ferli sem eftir er, eigi síðar en við lok febrúar 2010," segir í tilkynningu frá nefndinni. Nefndin hefur fullan skilning á væntingum almennings Þar er jafnframt eftirfarandi haft eftir nefndarmönnum: „Við sem sæti eigum í rannsóknarnefnd Alþingis tökum fram að okkur þykir mjög miður að þessi töf verði á afhendingu skýrslu nefndarinnar. Við höfum fullan skilning á þeim væntingum sem til staðar eru í samfélaginu um að þessi skýrsla birtist Alþingi og almenningi sem allra fyrst. Við höfðum sett okkur markmið um hvenær þessu verkefni lyki og það hefur vissulega tekið á að þurfa nú öðru sinni að tilkynna að frestun verði á birtingu skýrslunnar. En á okkur hvílir að vera trú því verkefni sem Alþingi fól okkur og leysa það af hendi þannig að það þjóni þeim tilgangi sem að var stefnt. Við teljum miklu skipta að okkur gefist ráðrúm núna á endasprettinum til að ganga þannig frá verkinu að við getum sem best birt Alþingi og almenningi þær upplýsingar sem við höfum aflað um starfsemi banka og stjórnsýslunnar í aðdraganda að falli bankanna. Jafnframt er nauðsynlegt að unnt verði að leggja þau mál sem kalla á frekari athugun og eftirfylgni af hálfu hlutaðeigandi yfirvalda í réttan farveg." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Útgáfu skýrslu Rannsóknarnefdar Alþingis um efnahagshrunið hefur verið frestað en til stóð að nefndin myndi skila skýrslunni 1. febrúar næstkomandi Þetta kom fram á blaðamannafundi rannsóknarnefndarinnar í Alþingishúsinu sem hófst klukkan 11. Skýrslan kemur í stað huganlega út í lok febrúar. Þetta er í annað sinn sem útgáfu skýrslu rannsóknarnefndarinnar er frestað en í upphafi stóð til að nefndin myndi skila skýrslunni 1. nóvember 2009. Rannsóknarnefndin var sett á fót í lok árs 2008. Hlutverk hennar er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls bankanna. Formaður nefndarinnar, Páll Hreinsson, hefur áður sagt að skýrslan telji á annað þúsund blaðsíður. Rannsóknarnefndin telur ljóst að hún þarf nokkurn tíma til að ljúka frágangi skýrslunnar og þeim lögbundnu verkefnum sem hún þarf að hafa lokið áður en unnt er afhenda og birta skýrslu nefndarinnar. „Nefndin hefur í dag gert forsætisnefnd Alþingis og formönnum þingflokka á Alþingi grein fyrir stöðunni í starfi nefndarinnar og jafnframt tekið fram að hún vænti þess að geta lokið verkinu, komi ekkert óvænt upp í því ferli sem eftir er, eigi síðar en við lok febrúar 2010," segir í tilkynningu frá nefndinni. Nefndin hefur fullan skilning á væntingum almennings Þar er jafnframt eftirfarandi haft eftir nefndarmönnum: „Við sem sæti eigum í rannsóknarnefnd Alþingis tökum fram að okkur þykir mjög miður að þessi töf verði á afhendingu skýrslu nefndarinnar. Við höfum fullan skilning á þeim væntingum sem til staðar eru í samfélaginu um að þessi skýrsla birtist Alþingi og almenningi sem allra fyrst. Við höfðum sett okkur markmið um hvenær þessu verkefni lyki og það hefur vissulega tekið á að þurfa nú öðru sinni að tilkynna að frestun verði á birtingu skýrslunnar. En á okkur hvílir að vera trú því verkefni sem Alþingi fól okkur og leysa það af hendi þannig að það þjóni þeim tilgangi sem að var stefnt. Við teljum miklu skipta að okkur gefist ráðrúm núna á endasprettinum til að ganga þannig frá verkinu að við getum sem best birt Alþingi og almenningi þær upplýsingar sem við höfum aflað um starfsemi banka og stjórnsýslunnar í aðdraganda að falli bankanna. Jafnframt er nauðsynlegt að unnt verði að leggja þau mál sem kalla á frekari athugun og eftirfylgni af hálfu hlutaðeigandi yfirvalda í réttan farveg."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira