RIFF-hátíð fær erlenda athygli 7. október 2010 08:30 jim jarmusch Leikstjórinn Jim Jarmusch með heiðursverðlaunin sín sem hann fékk afhent á Bessastöðum. fréttablaðið/stefán Kvikmyndasíðurnar Indiewire.com og Screendaily.com fjalla um Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, sem lauk á sunnudaginn. Í Screendaily er birt myndasyrpa frá hátíðinni en í Indiwire er löng umfjöllun þar sem farið er fögrum orðum um hátíðina. Þar segir að bæði áhorfendafjöldinn sem mætir á hátíðina og gestrisni starfsfólkins í kringum hana geri hana eins sérstaka og raun ber vitni. „Allir, allt frá blaðamönnunum og kvikmyndagerðarmönnunum til heiðursgestsins Jims Jarmusch, fengu tækifæri til að snæða kvöldverði þar sem íslensk matargerðarlist var í boði. Þeir fengu einnig að kynnast hinu litríka næturlífi í Reykjavík auk þess sem ferðir út fyrir borgarmörkin voru skipulagðar," skrifar blaðamaðurinn Peter Knegt. Hann bloggar einnig um hátíðina og fer þar enn fegurri orðum um hana. „Ég hef átt yndislega sjö daga hérna í Reykjavík," skrifar hann og bætir við: „Þetta er frábær kvikmyndahátíð, í frábærri borg og í frábæru landi. Ef þið fáið einhvern tímann tækifæri til að heimsækja eitthvað af þessu þrennu ættuð þið tvímælalaust að gera það." Fransk-þýska menningarsjónvarpsstöðin ARTE fjallaði einnig um hátíðina fyrir skömmu og talið er að milljónir áhorfenda hafi fylgst með. Þar var hátíðin sögð vinsæl en hógvær og bent á að aðeins hafi verið nokkrir fermetrar af rauðum dregli á opnunarhátíðinni. Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Sjá meira
Kvikmyndasíðurnar Indiewire.com og Screendaily.com fjalla um Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, sem lauk á sunnudaginn. Í Screendaily er birt myndasyrpa frá hátíðinni en í Indiwire er löng umfjöllun þar sem farið er fögrum orðum um hátíðina. Þar segir að bæði áhorfendafjöldinn sem mætir á hátíðina og gestrisni starfsfólkins í kringum hana geri hana eins sérstaka og raun ber vitni. „Allir, allt frá blaðamönnunum og kvikmyndagerðarmönnunum til heiðursgestsins Jims Jarmusch, fengu tækifæri til að snæða kvöldverði þar sem íslensk matargerðarlist var í boði. Þeir fengu einnig að kynnast hinu litríka næturlífi í Reykjavík auk þess sem ferðir út fyrir borgarmörkin voru skipulagðar," skrifar blaðamaðurinn Peter Knegt. Hann bloggar einnig um hátíðina og fer þar enn fegurri orðum um hana. „Ég hef átt yndislega sjö daga hérna í Reykjavík," skrifar hann og bætir við: „Þetta er frábær kvikmyndahátíð, í frábærri borg og í frábæru landi. Ef þið fáið einhvern tímann tækifæri til að heimsækja eitthvað af þessu þrennu ættuð þið tvímælalaust að gera það." Fransk-þýska menningarsjónvarpsstöðin ARTE fjallaði einnig um hátíðina fyrir skömmu og talið er að milljónir áhorfenda hafi fylgst með. Þar var hátíðin sögð vinsæl en hógvær og bent á að aðeins hafi verið nokkrir fermetrar af rauðum dregli á opnunarhátíðinni.
Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Sjá meira