Rannsóknarnefnd Alþingis boðar til fréttamannafundar í Alþingishúsinu klukkan 11 í dag en þar verður tilkynnt um útgáfu og skil á skýrslu nefndarinnar um efnahagshrunið.
Skýrslunni var frestað á síðasta ári og á að koma út að óbreytt í byrjun febrúar. Formaður rannsóknarnefndarinnar, Páll Hreinsson, hefur áður sagt að skýrslan telji á annað þúsund blaðsíður.