LeBron James bauð upp á sérstakt munnstykki í fyrsta heimaleik sínum með Miami Heat í nótt en James var þá með 15 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst í 96-70 sigri á Orlando Magic.
Munnstykki LeBrons vakti mikla athygli en í tilefni af Hrekkjavökunni þá lét James hanna nýtt munnstykki með tveimur vígtönnum eins og sjá má á myndinni hér til hliðar.
LeBron mun örugglega reyna að nota munnstykkið yfir alla Hrekkjavökuhelgina en Miami heimsækir New Jersey á morgun þar sem liðið getur unnið sinn þriðja leik í röð.
NBA-deildin gæti hinsvegar verið búin að banna munnstykkið áður en kemur að þessum leik klukkan 18.00 á morgun.
LeBron með sérstakt hrekkjavöku-munnstykki með vígtönnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Luiz Diaz til Bayern
Fótbolti


Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní
Íslenski boltinn

