Svíturnar á Hótel Borg lagðar undir partí 21. desember 2010 14:00 Ásgeir Kolbeins var í sínu náttúrulega umhverfi á Hótel Borg í félagsskap föngulegra stúlkna. Myndir/Jói Kjartans Menningarheimarnir blönduðust saman í partíi á Hótel Borg á föstudaginn. Öfgarnar voru slíkar að fólk talaði um fyrsta og síðasta skiptið sem Björk Guðmundsdóttir og Ásgeir Kolbeins væru á sama stað, á sama tíma, í sama rými. Vitaminwater-drykkurinn var kynntur á Hótel Borg á föstudaginn með partíi sem hófst á fimmtu hæð Hótel Borgar. Öll hæðin var lögð undir partíið og það var greinilega búið að bjóða þotuliðinu eins og það leggur sig í opinn bar. Stúlkurnar í The Charlies mættu að sjálfsögðu í partíið og skemmtu sér vel. Björk Guðmundsdóttir var á svæðinu ásamt Jónsa og strákunum í Sigur Rós. Jón Atli og DJ Margeir sáu um tónlistina og prótínfélagarnir Arnar Grant og Ívar Guðmundsson léku á als oddi. Ásgeir Kolbeins mætti að sjálfsögðu á svæðið rétt eins og söngkonan Þórunn Antonía, kærastinn hennar, rapparinn Bent, og Þorsteinn Lár sem er með honum í XXX Rottweiler. Steindi Jr., vinnufélagi Bents, var ekki á svæðinu enda í New York ásamt Agli Einarssyni og Auðunni Blöndal. Gaui litli og Jón Gunnar Geirdal stilltu sér upp. Jón Gunnar skartar hér glæsilegu húðflúri. Listakonan Harpa Einarsdóttir var á svæðinu, eins og DJ Sóley og Krummi í Mínus. Fyrirsætan Lilja Ingibjargar mætti einnig, rétt eins og félagarnir Benni B-Ruff og Gísli Galdur. Þá gekk ljósmyndarinn Jói Kjartans um og tók myndir, Hildur Hermanns, kærasta hans, var ekki langt undan og fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson lét sig ekki vanta. Daníel Ágúst lét sér ekki leiðast á Borginni. Leikkonan María Birta var stórglæsileg, Rassi Prump var hress, Sverrir Bergmann var einn af fulltrúum Skagafjarðar í fylgd með kærustunni Sigrúnu Blomsterberg og loks var Jón Gunnar Geirdal að sjálfsögðu hrókur alls fagnaðar. Rassi Prump ásamt Jónsa og Alex, kærasta hans. Öryggisgæslan í partíinu var sér á báti. Gesti komu inn í anddyri Hótel Borgar og var fylgt þaðan í lyftu upp á fimmtu hæð. Gestalistinn var nánast meitlaður í stein og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fékk Björk, skærasta íslenska tónlistarstjarna Íslandssögunnar, að kenna á því. Arnar Grant og Ívar Guðmundsson hækkuðu vöðvastuðulinn í partíinu. Hún var á lista ásamt þremur gestum, en mætti með sex. Dyravörður ætlaði ekki að láta það yfir sig ganga og hringdi í yfirvaldið og spurði hvað ætti að gera í málinu. Hann fékk þau fyrirmæli að líta framhjá þessum talningarmistökum og hleypa vinum Bjarkar inn.atlifannar@frettabladid.isHægt er að sjá fleiri myndir úr veislunni hér.Lilja Ingibjargar mætti með sparibrosið. Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Menningarheimarnir blönduðust saman í partíi á Hótel Borg á föstudaginn. Öfgarnar voru slíkar að fólk talaði um fyrsta og síðasta skiptið sem Björk Guðmundsdóttir og Ásgeir Kolbeins væru á sama stað, á sama tíma, í sama rými. Vitaminwater-drykkurinn var kynntur á Hótel Borg á föstudaginn með partíi sem hófst á fimmtu hæð Hótel Borgar. Öll hæðin var lögð undir partíið og það var greinilega búið að bjóða þotuliðinu eins og það leggur sig í opinn bar. Stúlkurnar í The Charlies mættu að sjálfsögðu í partíið og skemmtu sér vel. Björk Guðmundsdóttir var á svæðinu ásamt Jónsa og strákunum í Sigur Rós. Jón Atli og DJ Margeir sáu um tónlistina og prótínfélagarnir Arnar Grant og Ívar Guðmundsson léku á als oddi. Ásgeir Kolbeins mætti að sjálfsögðu á svæðið rétt eins og söngkonan Þórunn Antonía, kærastinn hennar, rapparinn Bent, og Þorsteinn Lár sem er með honum í XXX Rottweiler. Steindi Jr., vinnufélagi Bents, var ekki á svæðinu enda í New York ásamt Agli Einarssyni og Auðunni Blöndal. Gaui litli og Jón Gunnar Geirdal stilltu sér upp. Jón Gunnar skartar hér glæsilegu húðflúri. Listakonan Harpa Einarsdóttir var á svæðinu, eins og DJ Sóley og Krummi í Mínus. Fyrirsætan Lilja Ingibjargar mætti einnig, rétt eins og félagarnir Benni B-Ruff og Gísli Galdur. Þá gekk ljósmyndarinn Jói Kjartans um og tók myndir, Hildur Hermanns, kærasta hans, var ekki langt undan og fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson lét sig ekki vanta. Daníel Ágúst lét sér ekki leiðast á Borginni. Leikkonan María Birta var stórglæsileg, Rassi Prump var hress, Sverrir Bergmann var einn af fulltrúum Skagafjarðar í fylgd með kærustunni Sigrúnu Blomsterberg og loks var Jón Gunnar Geirdal að sjálfsögðu hrókur alls fagnaðar. Rassi Prump ásamt Jónsa og Alex, kærasta hans. Öryggisgæslan í partíinu var sér á báti. Gesti komu inn í anddyri Hótel Borgar og var fylgt þaðan í lyftu upp á fimmtu hæð. Gestalistinn var nánast meitlaður í stein og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fékk Björk, skærasta íslenska tónlistarstjarna Íslandssögunnar, að kenna á því. Arnar Grant og Ívar Guðmundsson hækkuðu vöðvastuðulinn í partíinu. Hún var á lista ásamt þremur gestum, en mætti með sex. Dyravörður ætlaði ekki að láta það yfir sig ganga og hringdi í yfirvaldið og spurði hvað ætti að gera í málinu. Hann fékk þau fyrirmæli að líta framhjá þessum talningarmistökum og hleypa vinum Bjarkar inn.atlifannar@frettabladid.isHægt er að sjá fleiri myndir úr veislunni hér.Lilja Ingibjargar mætti með sparibrosið.
Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira