Tvöfaldur sigur Red Bull í Japan 10. október 2010 09:09 Sebastian Vettel fagnar sigri á Suzuka brautinni í dag. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel og Ástralinn Mark Webber á Red Bull náðu fyrsta og öðru sæti í japanska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji, en Webber jók stigaforskot sitt í stigakeppni ökmanna úr 11 stigum í 14 með árangri sínum. Vettel var fremstur á ráslínu og Webber við hlið hans, en Pólverjinn Robert Kubica komst framúr honum um tíma, eða þar til að annað afturhjólið sagði skilið við bílinn fljótlega í mótinu. Eftir þetta var Red Bull mönnum aldrei verulega ógnað og Vettel keyrði öruggur í fyrsta sæti í endamark. Það gekk þó á ýmsu í mótinu. Bretinn Lewis Hamilton tapaði dýrmætu sæti til landa síns Jenson Button þegar hann tapaði þriðja gírnum, en tókst þó að landa fimmta sætinu á eftir Button. Undir lok mótsins flaug Þjóðverjinn Nico á Mercdedes harkalega útaf þegar eitthvað brotnaði í bílnum, en hann hafði verið í miklu kappi við Þjóðverjann Michael Schumacher um sæti, en þeir eru liðsfélagar. Heimamaðurinn japanski Kamui Kobayashi á Sauber sýndi skemmtilega takta í brautinni og heillaði heimamenn með hverjum framúrakstrinum á fætur öðrum. Var honum vel fagnað af löndum sínum eftir að hann kom í endmark. Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1:30:27.323 2. Webber Red Bull-Renault + 0.905 3. Alonso Ferrari + 2.721 4. Button McLaren-Mercedes + 13.522 5. Hamilton McLaren-Mercedes + 39.595 6. Schumacher Mercedes + 59.933 7. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:04:038 8. Heidfeld Sauber-Ferrari + 1:09.648 9. Barrichello Williams-Cosworth + 1:10.846 10. Buemi Toro Rosso-Ferrari + 1:12.806 Stigastaðan 1. Webber 220 1. Red Bull-Renault 426 2. Alonso 206 2. McLaren-Mercedes 381 3. Vettel 206 3. Ferrari 334 4. Hamilton 192 4. Mercedes 176 5. Button 189 5. Renault 133 6. Massa 128 6. Force India-Mercedes 60 7. Rosberg 122 7. Williams-Cosworth 58 8. Kubica 114 8. Sauber-Ferrari 37 9. Schumacher 54 9. Toro Rosso-Ferrari 11 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel og Ástralinn Mark Webber á Red Bull náðu fyrsta og öðru sæti í japanska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji, en Webber jók stigaforskot sitt í stigakeppni ökmanna úr 11 stigum í 14 með árangri sínum. Vettel var fremstur á ráslínu og Webber við hlið hans, en Pólverjinn Robert Kubica komst framúr honum um tíma, eða þar til að annað afturhjólið sagði skilið við bílinn fljótlega í mótinu. Eftir þetta var Red Bull mönnum aldrei verulega ógnað og Vettel keyrði öruggur í fyrsta sæti í endamark. Það gekk þó á ýmsu í mótinu. Bretinn Lewis Hamilton tapaði dýrmætu sæti til landa síns Jenson Button þegar hann tapaði þriðja gírnum, en tókst þó að landa fimmta sætinu á eftir Button. Undir lok mótsins flaug Þjóðverjinn Nico á Mercdedes harkalega útaf þegar eitthvað brotnaði í bílnum, en hann hafði verið í miklu kappi við Þjóðverjann Michael Schumacher um sæti, en þeir eru liðsfélagar. Heimamaðurinn japanski Kamui Kobayashi á Sauber sýndi skemmtilega takta í brautinni og heillaði heimamenn með hverjum framúrakstrinum á fætur öðrum. Var honum vel fagnað af löndum sínum eftir að hann kom í endmark. Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1:30:27.323 2. Webber Red Bull-Renault + 0.905 3. Alonso Ferrari + 2.721 4. Button McLaren-Mercedes + 13.522 5. Hamilton McLaren-Mercedes + 39.595 6. Schumacher Mercedes + 59.933 7. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:04:038 8. Heidfeld Sauber-Ferrari + 1:09.648 9. Barrichello Williams-Cosworth + 1:10.846 10. Buemi Toro Rosso-Ferrari + 1:12.806 Stigastaðan 1. Webber 220 1. Red Bull-Renault 426 2. Alonso 206 2. McLaren-Mercedes 381 3. Vettel 206 3. Ferrari 334 4. Hamilton 192 4. Mercedes 176 5. Button 189 5. Renault 133 6. Massa 128 6. Force India-Mercedes 60 7. Rosberg 122 7. Williams-Cosworth 58 8. Kubica 114 8. Sauber-Ferrari 37 9. Schumacher 54 9. Toro Rosso-Ferrari 11
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira