Doc Rivers, þjálfari Boston Celtics, býst fastlega við því að gamla kempan Rasheed Wallace muni leggja skóna á hilluna í sumar.
Wallace sagði við Rivers fyrir oddaleik Lakers og Celtics að hann væri að hugsa um að hætta. Wallace á samt tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.
Wallace er orðinn 35 ára gamall og hefur skorað 15.860 stig og tekið 7.321 frákast á fimmtán ára ferli sínum í NBA-deildinni.
Hann lék með fjórum liðum á ferlinum og vann titilinn með Detroit Pistons árið 2004.