Júlíus Jónasson, landsliðsþálfari kvenna í handknattleik valdi í dag leikmannahóp sinn sem fer á EM í Danmörku í næsta mánuði.
Júlíus hefur verið með 19 manna æfingahóp en 16 fara til Danmerkur. Þær sem detta út úr æfingahópnum eru Guðrún Ósk Maríasdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Sunna María Einarsdóttir.
Fyrsti leikur Íslands á EM er þann 7. desember en Ísland mun mæta Króatíu, Svartfjallalandi og Rússlandi á EM.
Íslenski EM-hópurinn:
Markverðir - Lið - Landsleikir:
Berglind Íris Hansdóttir - Fredrikstad BK - 102
Íris Björk Símonardóttir - Fram - 54
Aðrir leikmenn:
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir - Valur - 59
Arna Sif Pálsdóttir - Team Esbjerg - 49
Ásta Birna Gunnardóttir - Fram - 36
Hanna Guðrún Stefánsdóttir - Stjarnan - 95
Harpa Sif Eyjólfsdóttir - Sparvagen HF - 27
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir - Valur - 124
Karen Knútsdóttir - Fram - 19
Rakel Dögg Bragadóttir - Levanger - 72
Rebekka Rut Skúladóttir - Valur - 16
Rut Arnfjörð Jónsdóttir - Tvis Holstebro - 33
Solveig Lára Kjærnested - Stjarnan - 46
Stella Sigurðardóttir - Fram - 26
Sunna Jónsdóttir - Fylkir - 16
Þorgerður Anna Atladóttir - Stjarnan - 7