Predator (alien) Sighvatur Björgvinsson skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Fyrir nokkrum dögum síðan sagðist borgarstjóranum í Reykjavík svo frá í sjónvarpinu, að hann væri „predator“ (ísl. rándýr) og „geimvera“ (e. alien). Þar sem undirritaður er ekki jafn vel heima um geimverur og Magnús Skarphéðinsson, formaður „Hins íslenska geimverufélags“ var tekið það ráð, að leita á náðir Wikipediu, alfræðiritsins á netinu, sem er handhægur nauðleitandi margra. Þar var leitað upplýsinga um hvað vitað væri um „predator (alien)“ Hvernig er sú vera? Og ekki stóð á svarinu. Samkvæmt Wikipediu er vera sú afkvæmi tveggja bræðra (Johns og Jims). Verunni er þannig lýst, að hún sé stórvaxin, hugsandi tilfinningavera í mannsmynd sem ræður yfir háþróaðri tækni svo sem virku felugervi og orkuvopnabúnaði og getur ferðast milli stjarna. Í frekari umfjöllun er verunni m.a. þannig lýst, að hún skilji sig frá mannfólkinu með hærri vexti, efra skolti eins og á skordýri og löngum, hárlíkum lufsum (ekki minnst á háralit) úr höfði sem festar eru beint við sjálfa höfuðskelina. Þó svo veran hafi lifað af langdvalir á pólsvæðum (væntanlega í leit að hvítabjörnum fyrir fjölskyldugarða) þá uni hún sér þó til muna betur í heitari loftslagi. Blóð verunnar er sagt sjálflýsandi og grænt og sjón hennar byggist á innrauðri lýsingu og næmni fyrir hitageislun. Þá er sagt frá næringarvenjum verunnar og næringarháttum hennar svo lýst að reglulega annan hvern dag þurfi hún að heimsækja sláturhús til þess að geta nærst á sláturafurðum (blóðmör og lifrarpylsu?). Nú er það svo, að undirritaðan rak í rogastans því ekki kannast ég neitt við borgarstjórann okkar af þessari lýsingu – kannast í rauninni ekki við neinn, sem þessi lýsing á við enda hef ég aldrei umgengist geimverur. Svo heppilega vildi hins vegar til að ég rakst í leit minni hjá Wikipediu á tengil yfir á annan af fjölskyldunni Wiki – þ.e. upplýsingavefinn Wiktionary. Þar kom við fyrstu skoðun upp þessi setning: „1. (simile) to be completely at a loss“ (ísl. „að vera algerlega ruglaður“). Og Wiktionary gefur á þessu eftirfarandi útskýringu: „vera eins og álfur út úr hól (Icelandic)“ Nú er heima. Nú kannast ég við minn mann. Hann er hvorki geimvera né rándýr heldur alíslenskur. Að vísu ekki nákvæmlega eins og flestir hinir Íslendingarnir sem ber fyrir augu daglega – en íslenskur samt. Svona getur gerst ef leitað er að lýsingu á sjálfum sér og farið villur vegar í Wiki-fjölskyldunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum síðan sagðist borgarstjóranum í Reykjavík svo frá í sjónvarpinu, að hann væri „predator“ (ísl. rándýr) og „geimvera“ (e. alien). Þar sem undirritaður er ekki jafn vel heima um geimverur og Magnús Skarphéðinsson, formaður „Hins íslenska geimverufélags“ var tekið það ráð, að leita á náðir Wikipediu, alfræðiritsins á netinu, sem er handhægur nauðleitandi margra. Þar var leitað upplýsinga um hvað vitað væri um „predator (alien)“ Hvernig er sú vera? Og ekki stóð á svarinu. Samkvæmt Wikipediu er vera sú afkvæmi tveggja bræðra (Johns og Jims). Verunni er þannig lýst, að hún sé stórvaxin, hugsandi tilfinningavera í mannsmynd sem ræður yfir háþróaðri tækni svo sem virku felugervi og orkuvopnabúnaði og getur ferðast milli stjarna. Í frekari umfjöllun er verunni m.a. þannig lýst, að hún skilji sig frá mannfólkinu með hærri vexti, efra skolti eins og á skordýri og löngum, hárlíkum lufsum (ekki minnst á háralit) úr höfði sem festar eru beint við sjálfa höfuðskelina. Þó svo veran hafi lifað af langdvalir á pólsvæðum (væntanlega í leit að hvítabjörnum fyrir fjölskyldugarða) þá uni hún sér þó til muna betur í heitari loftslagi. Blóð verunnar er sagt sjálflýsandi og grænt og sjón hennar byggist á innrauðri lýsingu og næmni fyrir hitageislun. Þá er sagt frá næringarvenjum verunnar og næringarháttum hennar svo lýst að reglulega annan hvern dag þurfi hún að heimsækja sláturhús til þess að geta nærst á sláturafurðum (blóðmör og lifrarpylsu?). Nú er það svo, að undirritaðan rak í rogastans því ekki kannast ég neitt við borgarstjórann okkar af þessari lýsingu – kannast í rauninni ekki við neinn, sem þessi lýsing á við enda hef ég aldrei umgengist geimverur. Svo heppilega vildi hins vegar til að ég rakst í leit minni hjá Wikipediu á tengil yfir á annan af fjölskyldunni Wiki – þ.e. upplýsingavefinn Wiktionary. Þar kom við fyrstu skoðun upp þessi setning: „1. (simile) to be completely at a loss“ (ísl. „að vera algerlega ruglaður“). Og Wiktionary gefur á þessu eftirfarandi útskýringu: „vera eins og álfur út úr hól (Icelandic)“ Nú er heima. Nú kannast ég við minn mann. Hann er hvorki geimvera né rándýr heldur alíslenskur. Að vísu ekki nákvæmlega eins og flestir hinir Íslendingarnir sem ber fyrir augu daglega – en íslenskur samt. Svona getur gerst ef leitað er að lýsingu á sjálfum sér og farið villur vegar í Wiki-fjölskyldunni.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar