300 milljónir í kassann hjá Björgvini og Frostrósum 2. desember 2010 06:00 Mögnuð eftirspurn 39 þúsund Íslendingar ætla annað hvort að fara á Frostrósir eða Jólagesti Björgvins Halldórssonar. Miðasalan nemur þrjú hundruð milljónum íslenskra króna. Frostrósahópurinn lagði af stað í tónleikaferðina í gær.Fréttablaðið/Valli Risarnir í jólatónleikahaldi, Jólagestir Björgvins Halldórssonar og Frostrósir, velta 300 milljónum íslenskra króna í miðasölu þetta árið. Þetta er samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins á tölum frá vefsíðunni midi.is og tónleikahöldurum. Þrjátíu og níu þúsund gestir greiða að meðaltali tæpar átta þúsund krónur inn á 34 tónleika en þessi fjöldi verður að teljast algjört einsdæmi í íslenskri tónleikasögu. Um fjórtán þúsund manns sækja tónleika Björgvins og um 25 þúsund manns ætla að sjá Frostrósir þetta árið, en tónleikaveislan hefst um helgina. Reyndar virðist áhugi á jólatónleikum vera mjög mikill um þessar mundir; það seldist upp á tvenna aðventutónleika Baggalúts fyrir norðan án þess að þeir væru auglýstir að neinu ráði og Sigríður Beinteinsdóttir verður með veglega jólatónleika í Grafarvogskirkju föstudaginn 10. desember sem bætt hefur verið við miðum á vegna mikillar eftirspurnar. Þá má ekki gleyma árlegum Þorláksmessutónleikum Bubba Morthens í Háskólabíói. Og þannig mætti áfram telja. Ísleifur B. Þórhallsson, sem skipuleggur Jólagesti Björgvins, bendir á að þessum tölum verði að taka með fyrirvara. Sumir miðar hafi verið seldir til fyrirtækja með afslætti og þá séu alltaf einhver sæti stök í salnum sökum þess miðakerfis sem stuðst sé við. „En jú, það er rétt, þetta eru ansi margir gestir. Rúmlega tíu prósent af þjóðinni fara á aðra hvora tónleikana.“ Hann segir það jafnframt merkilegt að tónleikaraðirnar tvær virðist aldrei hirða gesti hvor af annarri. „Bilið breikkaði aðeins í fyrra en núna selst upp á ferna jólatónleika hjá okkur og Frostrósum. Okkur finnst stundum eins og tónleikarnir styðji hverjir aðra þótt þeir séu í bullandi samkeppni, það myndast bara einhver stemning. Við höfum heyrt það hjá midi.is að öll önnur miðasala leggist af í smástund þegar opnað sé fyrir sölu á þessa jólatónleika.“ Fréttablaðið tók saman svipaðar tölur góðærisárið mikla árið 2007 og náði miðasalan þá ekki helmingi sölunnar í ár, nam þá 120 milljónum króna. Ísleifur segir það ekkert skrýtið. „Þetta helst í hendur við kreppuna, fólk er ekki að kaupa dýrari bíl, íbúð eða fara til útlanda, það leyfir sér í staðinn að fara á jólatónleika.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Risarnir í jólatónleikahaldi, Jólagestir Björgvins Halldórssonar og Frostrósir, velta 300 milljónum íslenskra króna í miðasölu þetta árið. Þetta er samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins á tölum frá vefsíðunni midi.is og tónleikahöldurum. Þrjátíu og níu þúsund gestir greiða að meðaltali tæpar átta þúsund krónur inn á 34 tónleika en þessi fjöldi verður að teljast algjört einsdæmi í íslenskri tónleikasögu. Um fjórtán þúsund manns sækja tónleika Björgvins og um 25 þúsund manns ætla að sjá Frostrósir þetta árið, en tónleikaveislan hefst um helgina. Reyndar virðist áhugi á jólatónleikum vera mjög mikill um þessar mundir; það seldist upp á tvenna aðventutónleika Baggalúts fyrir norðan án þess að þeir væru auglýstir að neinu ráði og Sigríður Beinteinsdóttir verður með veglega jólatónleika í Grafarvogskirkju föstudaginn 10. desember sem bætt hefur verið við miðum á vegna mikillar eftirspurnar. Þá má ekki gleyma árlegum Þorláksmessutónleikum Bubba Morthens í Háskólabíói. Og þannig mætti áfram telja. Ísleifur B. Þórhallsson, sem skipuleggur Jólagesti Björgvins, bendir á að þessum tölum verði að taka með fyrirvara. Sumir miðar hafi verið seldir til fyrirtækja með afslætti og þá séu alltaf einhver sæti stök í salnum sökum þess miðakerfis sem stuðst sé við. „En jú, það er rétt, þetta eru ansi margir gestir. Rúmlega tíu prósent af þjóðinni fara á aðra hvora tónleikana.“ Hann segir það jafnframt merkilegt að tónleikaraðirnar tvær virðist aldrei hirða gesti hvor af annarri. „Bilið breikkaði aðeins í fyrra en núna selst upp á ferna jólatónleika hjá okkur og Frostrósum. Okkur finnst stundum eins og tónleikarnir styðji hverjir aðra þótt þeir séu í bullandi samkeppni, það myndast bara einhver stemning. Við höfum heyrt það hjá midi.is að öll önnur miðasala leggist af í smástund þegar opnað sé fyrir sölu á þessa jólatónleika.“ Fréttablaðið tók saman svipaðar tölur góðærisárið mikla árið 2007 og náði miðasalan þá ekki helmingi sölunnar í ár, nam þá 120 milljónum króna. Ísleifur segir það ekkert skrýtið. „Þetta helst í hendur við kreppuna, fólk er ekki að kaupa dýrari bíl, íbúð eða fara til útlanda, það leyfir sér í staðinn að fara á jólatónleika.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira