Meinti kynþáttahatarinn áður handtekinn af sérsveit lögreglunnar 13. september 2010 19:13 Jón Hilmar Hallgrímsson. MYND/Fréttablaðið/Valli Karlmaðurinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna árásar á heimili kúbverskra feðga um helgina heitir Jón Hilmar Hallgrímsson, oft kallaður Jón stóri. Jón komst síðast í fréttirnar þegar víkingasveitin var kölluð að heimili hans í desember á síðasta ári. Sérsveit lögreglunnar handtók þá Jón og vinkonu hans vegna gruns um að hann væri vopnaður. Það reyndist þó ekki á rökum reist. Í fréttum RÚV í dag kom fram að Jón væri þekktur handrukkari og hefði áður komið við sögu lögreglu. Fram hefur komið í fréttum að ástæðan fyrir því að Jón á að hafa ráðist að heimili kúbversku feðganna er sú að sonurinn hefur átt vingott við íslenska stúlku sem er nemi í Menntaskólanum í Kópavogi. Samband þeirra féll í grýttan jarðveg hjá nokkrum skólafélögum stúlkunnar sem voru andsnúnir drengnum vegna litarháttar hans að því er fram kemur í fréttum RÚV. Vísir greindi frá því fyrr í dag að nemandi við Menntaskólann í Kópavogi hefði sagt að það væri ekkert hæft í því að kynþáttafordómar væru orsök deilna á milli nemenda við skólann og kúbverska piltsins. Nemandinn, sem ekki vill koma fram undir nafni og segist ekki hafa átt beinan þátt í deilunni, segir að erjurnar hafi byrjað eftir að strákur við skólann móðgaði kærustu drengsins. Kærastinn er sagður hafa tekið móðgunina óstinnt upp, safnað liði og mætt ásamt nokkrum vinum sínum í menntaskólann til þess að jafna um þann sem móðgaði kærustuna. Að hans sögn voru drengirnar vopnaðir hnífum og hnúajárnum. Síðan hafi erjurnar undið upp á sig en í gær voru tveir handteknir vegna málsins. Faðir piltsins, sem átti upphaflega í deilum við kúbverska piltinn, sagði í samtali við Vísi að sonur hans og sá kúbverski hefðu náð sáttum í málinu. Hinsvegar hafi vinur sonar hans blandast inn í deiluna en Jón mun vera frændi hans. Málið náði svo hámarki um helgina þegar Jón og frændi hans eiga að hafa farið að heimili feðganna. Þar eiga þeir að hafa brotið rúðu á heimilinu auk þess sem Jón er sakaður um að hafa hótað þeim lífláti. Báðir voru þeir handteknir en yngri piltinum, sem er sextán ára gamall, var sleppt. Jón var hinsvegar hnepptur í gæsluvarðhald. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni sem telur málið tengt kynþáttafordómum. Feðgarnir hafa flúið land vegna málsins. Í viðtali sem Vísir tók við Jón í desember á síðasta ári kom fram að hann hefði ekki gerst brotlegur við lög í tíu ár. Þá kom fram að Jón átti áður sólbaðstofu. Hann er búinn að selja hana. Hann sagðist vera athafnamaður og stefndi á að opna innheimtufyrirtækið, innheimta og ráðgjöf. Fréttir ársins 2010 Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Karlmaðurinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna árásar á heimili kúbverskra feðga um helgina heitir Jón Hilmar Hallgrímsson, oft kallaður Jón stóri. Jón komst síðast í fréttirnar þegar víkingasveitin var kölluð að heimili hans í desember á síðasta ári. Sérsveit lögreglunnar handtók þá Jón og vinkonu hans vegna gruns um að hann væri vopnaður. Það reyndist þó ekki á rökum reist. Í fréttum RÚV í dag kom fram að Jón væri þekktur handrukkari og hefði áður komið við sögu lögreglu. Fram hefur komið í fréttum að ástæðan fyrir því að Jón á að hafa ráðist að heimili kúbversku feðganna er sú að sonurinn hefur átt vingott við íslenska stúlku sem er nemi í Menntaskólanum í Kópavogi. Samband þeirra féll í grýttan jarðveg hjá nokkrum skólafélögum stúlkunnar sem voru andsnúnir drengnum vegna litarháttar hans að því er fram kemur í fréttum RÚV. Vísir greindi frá því fyrr í dag að nemandi við Menntaskólann í Kópavogi hefði sagt að það væri ekkert hæft í því að kynþáttafordómar væru orsök deilna á milli nemenda við skólann og kúbverska piltsins. Nemandinn, sem ekki vill koma fram undir nafni og segist ekki hafa átt beinan þátt í deilunni, segir að erjurnar hafi byrjað eftir að strákur við skólann móðgaði kærustu drengsins. Kærastinn er sagður hafa tekið móðgunina óstinnt upp, safnað liði og mætt ásamt nokkrum vinum sínum í menntaskólann til þess að jafna um þann sem móðgaði kærustuna. Að hans sögn voru drengirnar vopnaðir hnífum og hnúajárnum. Síðan hafi erjurnar undið upp á sig en í gær voru tveir handteknir vegna málsins. Faðir piltsins, sem átti upphaflega í deilum við kúbverska piltinn, sagði í samtali við Vísi að sonur hans og sá kúbverski hefðu náð sáttum í málinu. Hinsvegar hafi vinur sonar hans blandast inn í deiluna en Jón mun vera frændi hans. Málið náði svo hámarki um helgina þegar Jón og frændi hans eiga að hafa farið að heimili feðganna. Þar eiga þeir að hafa brotið rúðu á heimilinu auk þess sem Jón er sakaður um að hafa hótað þeim lífláti. Báðir voru þeir handteknir en yngri piltinum, sem er sextán ára gamall, var sleppt. Jón var hinsvegar hnepptur í gæsluvarðhald. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni sem telur málið tengt kynþáttafordómum. Feðgarnir hafa flúið land vegna málsins. Í viðtali sem Vísir tók við Jón í desember á síðasta ári kom fram að hann hefði ekki gerst brotlegur við lög í tíu ár. Þá kom fram að Jón átti áður sólbaðstofu. Hann er búinn að selja hana. Hann sagðist vera athafnamaður og stefndi á að opna innheimtufyrirtækið, innheimta og ráðgjöf.
Fréttir ársins 2010 Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17