Leikkonan Halle Berry og sambýlismaður hennar, fyrirsætan Gabriel Aubry, slitu sambandi sínu fyrir nokkrum mánuðum. Í fyrstu virtist parið hafa skilið í góðu en nú eru blikur á lofti því bæði vilja þau forræði yfir dóttur þeirra.
„Gabriel hefur lítið fengið að sjá Nöhlu undanfarnar vikur. Hann er orðinn mjög þreyttur á aðstæðum og hefur velt fyrir sér möguleikanum að fá fullt forræði yfir Nöhlu. Hann vill hitta hana reglulega og neitar að taka nokkuð annað í mál," var haft eftir heimildarmanni sem vill meina að bæði Aubry og Berry hafi leitað ráða hjá lögfræðingi vegna málsins.
„Halle flytur til Afríku innan skamms vegna vinnu sinnar og mun dvelja þar í nokkra mánuði. Hún hyggst taka Nöhlu með sér og er Gabriel mjög ósáttur við það."