Foreldrar í Vesturbæjarskóla æfir yfir aðstöðuleysi Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. ágúst 2010 13:35 Mikil reiði ríkir á meðal foreldra barna í Vesturbæjarskóla eftir að færanlegar skólastofur voru fluttar á lóð Vesturbæjarskóla í gærkvöld. Þeim er ætlað að hýsa sjö ára gömul börn á meðan að skólastarfið stendur yfir í vetur. Skúrarnir eru mjög hrörlegir á að líta og standast engan veginn þær kröfur sem gerðar eru til nútíma skólahúsnæðis. „Ég held að það sé allt logandi yfir þessu," segir Sigrún Sigurðardóttir, móðir tveggja barna í skólanum, sem hefur látið sig málið varða. „Ég get líka fullyrt að eldri nemendur i skólanum eru mjög reiðir vegna þess að það er verið að skerða mjög mikið af þeirra litla leiksvæði," segir Sigrún. Hún spyr sig líka hvort skólinn standist öryggiskröfur. „Það hefur fjölgað svo mikið í skólanum en engin varanleg lausn í húsnæðismálum. Þetta er ástand sem er orðið þannig að það verður að fara að bregðast við því," segir Sigrún í samtali við Vísi. Fleiri foreldrar barna í Vesturbæjarskóla eru á máli Sigrúnar. Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og móðir, tekur sterkt til orða um kofana á skólalóð Vesturbæjarskóla og rifjar upp að frístundaheimili hangi saman við markmið um heilsdagsskóla. „Hér á að rækta þeirra sálir í heilsdagsskólunum! Kofarnir taka helminginn af því plássi sem 330 börn hafa til að leika sér í frímínútum. Og þá reyndar geri ég ekki ráð fyrir því plássi sem nú er undir skúrunum því vissulega geta hugmyndarík börn dundað sér við að festast undir þessu ógeði," segir Helga Vala á fésbókarsíðu sinni. Skroll-Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Mikil reiði ríkir á meðal foreldra barna í Vesturbæjarskóla eftir að færanlegar skólastofur voru fluttar á lóð Vesturbæjarskóla í gærkvöld. Þeim er ætlað að hýsa sjö ára gömul börn á meðan að skólastarfið stendur yfir í vetur. Skúrarnir eru mjög hrörlegir á að líta og standast engan veginn þær kröfur sem gerðar eru til nútíma skólahúsnæðis. „Ég held að það sé allt logandi yfir þessu," segir Sigrún Sigurðardóttir, móðir tveggja barna í skólanum, sem hefur látið sig málið varða. „Ég get líka fullyrt að eldri nemendur i skólanum eru mjög reiðir vegna þess að það er verið að skerða mjög mikið af þeirra litla leiksvæði," segir Sigrún. Hún spyr sig líka hvort skólinn standist öryggiskröfur. „Það hefur fjölgað svo mikið í skólanum en engin varanleg lausn í húsnæðismálum. Þetta er ástand sem er orðið þannig að það verður að fara að bregðast við því," segir Sigrún í samtali við Vísi. Fleiri foreldrar barna í Vesturbæjarskóla eru á máli Sigrúnar. Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og móðir, tekur sterkt til orða um kofana á skólalóð Vesturbæjarskóla og rifjar upp að frístundaheimili hangi saman við markmið um heilsdagsskóla. „Hér á að rækta þeirra sálir í heilsdagsskólunum! Kofarnir taka helminginn af því plássi sem 330 börn hafa til að leika sér í frímínútum. Og þá reyndar geri ég ekki ráð fyrir því plássi sem nú er undir skúrunum því vissulega geta hugmyndarík börn dundað sér við að festast undir þessu ógeði," segir Helga Vala á fésbókarsíðu sinni.
Skroll-Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira