Júlíus: Dýrmæt skref tekin í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar 9. desember 2010 19:25 Júlíus Jónasson. Mynd/Ole Nielsen. Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari sagðist eðlilega vera afar svekktur eftir tapið fyrir Svartfellingum á EM í handbolta í kvöld. Ísland tapaði leiknum, 26-23, eftir hetjulega baráttu þar sem liðið var oft stutt frá því að jafna leikinn. En Svartfellingar héldu ávallt minnst tveggja marka forystu. „Strax eftir leik var ég svekktur og alls ekki ánægður. En eftir því sem líður aðeins frá leiknum þá geri mér betur grein fyrir því að þetta er leikur sem við græðum mikið á,“ sagði landsliðsþjálfarinn við Vísi eftir leikinn. „Við höfum strax lært heilmikið af þessum tveimur leikjum sem við erum búnar að spila.“ „Það er stígandi í okkar liði. Við áttum þó við okkar vandamál að stríða. Við vorum í vanda með skytturnar þeirra en við vorum ákveðnar í því að stilla í 5+1 vörn burt séð frá því hvernig liðsuppstillingin þeirra yrði,“ sagði hann en Bojana Popovic, ein besta handknattleikskona heims, var algerlega hvíld í leiknum. „Við héldum því til streitu fyrst um sinn en bökkuðum svo aftur í 6-0. Þá hleyptum við þeim of nálægt okkur enn og aftur, en það lagaðist þegar leið á leikinn. Síðustu 18-19 mínúturnar voru mjög góðar, hvernig sem litið er á það. Þann kafla unnum við 9-6 og því er þetta þegar á heildina litið mun, mun betra en gegn Króatíu. Það ber að gleðjast yfir því.“ Hann segir að það hafi verið ýmislegt við leik íslenska liðsins sem hefði mátt fara betur. „Við fórum illa með dauðafærin og töpuðum á því. En við stilltum upp mjög ungum leikmönnum sem stóðu sig mjög vel. Í dag kom Rebekka [Rut Skúladóttir] inn og stóð sig vel. Karen [Knútsdóttir] átti mjög góðan leik síðast en gekk ekki eins vel í dag. Þorgerður [Anna Atladóttir] fékk ekki eins margar mínútur núna og í síðasta leik en allar þær mínútur sem þessir leikmenn fá eru mjög dýrmætar. Hún hefur staðið sig vel í báðum okkar leikjum.“ „Þetta hjálpar okkur að því leiti að allt eru þetta skref fram á við og eitthvað sem mun hjálpa okkur mikið í framtíðinni. Ég er því ánægður margt en auðvitað fúll með að hafa tapað leiknum.“ Íslenski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Sjá meira
Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari sagðist eðlilega vera afar svekktur eftir tapið fyrir Svartfellingum á EM í handbolta í kvöld. Ísland tapaði leiknum, 26-23, eftir hetjulega baráttu þar sem liðið var oft stutt frá því að jafna leikinn. En Svartfellingar héldu ávallt minnst tveggja marka forystu. „Strax eftir leik var ég svekktur og alls ekki ánægður. En eftir því sem líður aðeins frá leiknum þá geri mér betur grein fyrir því að þetta er leikur sem við græðum mikið á,“ sagði landsliðsþjálfarinn við Vísi eftir leikinn. „Við höfum strax lært heilmikið af þessum tveimur leikjum sem við erum búnar að spila.“ „Það er stígandi í okkar liði. Við áttum þó við okkar vandamál að stríða. Við vorum í vanda með skytturnar þeirra en við vorum ákveðnar í því að stilla í 5+1 vörn burt séð frá því hvernig liðsuppstillingin þeirra yrði,“ sagði hann en Bojana Popovic, ein besta handknattleikskona heims, var algerlega hvíld í leiknum. „Við héldum því til streitu fyrst um sinn en bökkuðum svo aftur í 6-0. Þá hleyptum við þeim of nálægt okkur enn og aftur, en það lagaðist þegar leið á leikinn. Síðustu 18-19 mínúturnar voru mjög góðar, hvernig sem litið er á það. Þann kafla unnum við 9-6 og því er þetta þegar á heildina litið mun, mun betra en gegn Króatíu. Það ber að gleðjast yfir því.“ Hann segir að það hafi verið ýmislegt við leik íslenska liðsins sem hefði mátt fara betur. „Við fórum illa með dauðafærin og töpuðum á því. En við stilltum upp mjög ungum leikmönnum sem stóðu sig mjög vel. Í dag kom Rebekka [Rut Skúladóttir] inn og stóð sig vel. Karen [Knútsdóttir] átti mjög góðan leik síðast en gekk ekki eins vel í dag. Þorgerður [Anna Atladóttir] fékk ekki eins margar mínútur núna og í síðasta leik en allar þær mínútur sem þessir leikmenn fá eru mjög dýrmætar. Hún hefur staðið sig vel í báðum okkar leikjum.“ „Þetta hjálpar okkur að því leiti að allt eru þetta skref fram á við og eitthvað sem mun hjálpa okkur mikið í framtíðinni. Ég er því ánægður margt en auðvitað fúll með að hafa tapað leiknum.“
Íslenski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Sjá meira