Sigur Golden State á Minnesota í nótt var sögulegur í meira lagi því með sigrinum varð Don Nelson, eða Nellie eins og hann er kallaður, sigursælasti þjálfari allra tíma í NBA-deildinni.
Hann er nú búinn að vinna 1.333 leiki á ferlinum og hefur þar með tekið fram úr Lenny Wilkens sem sá sigursælasti allra tíma.
„Þetta er góð tilfinning. Ástæðan fyrir að maður er að þjálfa er líklega út af stundum eins og þessari," sagði Nelson eftir leikinn.
Úrslit næturinnar:
Indiana-NY Knicks 113-105
Toronto-Boston 104-115
Orlando-Washington 121-94
Detroit-Atlanta 90-88
Miami-Philadelphia 99-95
Milwaukee-NJ Nets 108-89
Minnesota-Golden State 107-116
New Orleans-Charlotte 103-104
Oklahoma-Denver 94-98
Houston-Utah 113-96
Dallas-Memphis 110-84
LA Clippers-Portland 85-93
Phoenix-San Antonio 112-101