Útrásarvíkingar á skammarlista Time 30. apríl 2010 12:20 Blaðamaðurinn Joel Stein hjá Time valdi Björgólf, Jón Ásgeir og Hreiðar Má á listann sem er birtur á heimasíðu tímaritsins. Tímaritið Time birti nú í vikunni árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heimsins. Í fyrsta skipti býr tímaritið einnig til skammarlista sem er kallaður rónahundraðið, „The Time Bum Hundred" og njóta Íslendingar þess vafasama heiðurs að eiga þrjá útrásarvíkinga á listanum. Þetta eru þeir Björgólfur Guðmundsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Hreiðar Már Sigurðsson. Skammarlistanum er skipt upp í fjóra hluta: Losers, Flameouts, Morons og Slimy Bastards (lúserar, útbrunnir, hálfvitar og slímugir skuggabaldrar). Íslendingarnir falla í síðasta flokkinn og eru ekki í góðum félagsskap. Þarna eru svindlarinn Bernie Maddoff, Lindsey Lohan og faðir hennar Michael, Grikkland, John Edwards og fleiri. Blaðamaðurinn Joel Stein setur listann saman en hann er birtur á heimasíðu Time og ekki í prentútgáfunni. Stein segir fólkið á listanum vera valið því það hafði eða ætti að hafa áhrif. Hann er mikill spéfugl og taldi Íslendingana eftir að hann las um íslenska hrunið á Wikipedia. Björgólfur Guðmundsson fær verstu útreiðina hjá Time. Um hann segir: „Annar milljarðamæringur Íslendinga í sögunni. Sá fyrsti var sonur hans. Fór úr 1,1 milljarða dollara virði í núll. Og sætir rannsókn. Og setti landið sitt á hausinn. Og Gordon Brown setti hryðjuverkalög á bankann hans. Bretar hata hann meira en þeir hata íslensk eldfjöll." Um Jón Ásgeir segir: „Þegar þú ert myndarlegur gaur í tískubransanum þarftu virkilega að klúðra þínum málum til að fólk mótmæli gegn þér á götum úti. Enginn lánar honum pening í dag. Ekki einu sinni krónur." Þá er komið að Hreiðari Má: „Fyrrum stjórnandi Kaupþings sem fór á hausinn. Ég missti mig í íslenska hruninu á Wikipedia." Lífið Tengdar fréttir Drogba, Gaga og Clinton á forsíðu Time 100 Tímaritið Time gaf í dag út árlegan lista sinn yfir hundrað áhrifamestu einstaklingana í heiminum. 29. apríl 2010 15:35 Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira
Tímaritið Time birti nú í vikunni árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heimsins. Í fyrsta skipti býr tímaritið einnig til skammarlista sem er kallaður rónahundraðið, „The Time Bum Hundred" og njóta Íslendingar þess vafasama heiðurs að eiga þrjá útrásarvíkinga á listanum. Þetta eru þeir Björgólfur Guðmundsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Hreiðar Már Sigurðsson. Skammarlistanum er skipt upp í fjóra hluta: Losers, Flameouts, Morons og Slimy Bastards (lúserar, útbrunnir, hálfvitar og slímugir skuggabaldrar). Íslendingarnir falla í síðasta flokkinn og eru ekki í góðum félagsskap. Þarna eru svindlarinn Bernie Maddoff, Lindsey Lohan og faðir hennar Michael, Grikkland, John Edwards og fleiri. Blaðamaðurinn Joel Stein setur listann saman en hann er birtur á heimasíðu Time og ekki í prentútgáfunni. Stein segir fólkið á listanum vera valið því það hafði eða ætti að hafa áhrif. Hann er mikill spéfugl og taldi Íslendingana eftir að hann las um íslenska hrunið á Wikipedia. Björgólfur Guðmundsson fær verstu útreiðina hjá Time. Um hann segir: „Annar milljarðamæringur Íslendinga í sögunni. Sá fyrsti var sonur hans. Fór úr 1,1 milljarða dollara virði í núll. Og sætir rannsókn. Og setti landið sitt á hausinn. Og Gordon Brown setti hryðjuverkalög á bankann hans. Bretar hata hann meira en þeir hata íslensk eldfjöll." Um Jón Ásgeir segir: „Þegar þú ert myndarlegur gaur í tískubransanum þarftu virkilega að klúðra þínum málum til að fólk mótmæli gegn þér á götum úti. Enginn lánar honum pening í dag. Ekki einu sinni krónur." Þá er komið að Hreiðari Má: „Fyrrum stjórnandi Kaupþings sem fór á hausinn. Ég missti mig í íslenska hruninu á Wikipedia."
Lífið Tengdar fréttir Drogba, Gaga og Clinton á forsíðu Time 100 Tímaritið Time gaf í dag út árlegan lista sinn yfir hundrað áhrifamestu einstaklingana í heiminum. 29. apríl 2010 15:35 Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira
Drogba, Gaga og Clinton á forsíðu Time 100 Tímaritið Time gaf í dag út árlegan lista sinn yfir hundrað áhrifamestu einstaklingana í heiminum. 29. apríl 2010 15:35