Erlendar nýfjárfestingar Katrín Júlíusdóttir skrifar 15. janúar 2010 06:00 Erlendar nýfjárfestingar skapa atvinnutækifæri sem hvorki þarf að fjármagna með erlendum lántökum íslenskra aðila né af því innlenda svigrúmi sem til staðar er til fjárfestinga í hagkerfinu. Ríkisstjórnin leggur því áherslu á að skapa forsendur fyrir slíkar fjárfestingar, ekki síst með því að eyða sem fyrst allri óvissu um það á hvaða leið Ísland sé í endurreisn efnahagslífsins. Strax og nýtt óvissuástand skapaðist með framgang efnahagsáætlunar Íslands þegar forseti beitti synjunarvaldi var brugðist við af hálfu iðnaðarráðuneytis og Fjárfestingarstofu í samráði við utanríkisráðuneytið. Fjárfestingarstofa er í samskiptum við þá erlendu aðila sem eru að þreifa fyrir sér með verkefni á Íslandi. Viðbrögð þeirra við nýju óvissuástandi kölluðu á aðgerðir og virk samskipti til að halda verkefnum gangandi. Því hefur Fjárfestingarstofa sinnt með lofsamlegum hætti. Í grein í Fréttablaðinu 13. janúar sl. gerir Jón Gunnarsson þingmaður mér upp þau orð að flótti væri brostin í lið erlendra fjárfesta. Vonandi tekst að afstýra því þótt dýrkeyptar tafir geti orðið. Þingmaðurinn telur það „grunnhyggni" af minni hálfu að benda á að óvissa um framgang endurreisnar efnahagslífsins, lækkun lánshæfismats ríkisins niður í ruslflokk, ráðleggingar matsfyrirtækja og greinenda gegn fjárfestingum á Íslandi og hækkun skuldatryggingarálags hafi áhrif á alþjóðlega fjármálamarkaði og ákvarðanir fjárfesta. Meðan menn hafa asklok fyrir himinn er ekki líklegt að samhengi hlutanna verði þeim sýnilegt. Nú er unnið að undirbúningi rammalöggjafar um ívilnanir vegna erlendra fjárfestinga til að gera ferlið skilvirkara og auðvelda kynningu á Íslandi sem fjárfestingarkosti. Alþingi er með til afgreiðslu fjárfestingarsamning sem hefur það markmið að auðvelda aðkomu nýs erlends kjölfestufjárfestis í uppbyggingu gagnvers á Reykjanesi. Sérstök verkefnisstjórn vinnur markvisst ásamt Fjárfestingarstofu að því að finna erlendan samstarfsaðila til uppbyggingar og orkunýtingar í Þingeyjarsýslum. En margt fleira er gert. Ferðaþjónustan er enn að eflast og undirbýr stofnun klasa um heilsu- og lífsstílstengda ferðamennsku. Stuðningur við nýsköpun, rannsóknir og þróun er efldur. Ný frumkvöðlasetur skapa störf og verðmæti. Þetta eru aðeins dæmi um það starf sem unnið er í samráði við atvinnulífið um uppbyggingu. Skýr stefna og vilji er til staðar. Verkefnið er að sameinast um að skapa sem fyrst hagstæð skilyrði, stöðugleika og forsendur hagvaxtar. Höfundur er iðnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Erlendar nýfjárfestingar skapa atvinnutækifæri sem hvorki þarf að fjármagna með erlendum lántökum íslenskra aðila né af því innlenda svigrúmi sem til staðar er til fjárfestinga í hagkerfinu. Ríkisstjórnin leggur því áherslu á að skapa forsendur fyrir slíkar fjárfestingar, ekki síst með því að eyða sem fyrst allri óvissu um það á hvaða leið Ísland sé í endurreisn efnahagslífsins. Strax og nýtt óvissuástand skapaðist með framgang efnahagsáætlunar Íslands þegar forseti beitti synjunarvaldi var brugðist við af hálfu iðnaðarráðuneytis og Fjárfestingarstofu í samráði við utanríkisráðuneytið. Fjárfestingarstofa er í samskiptum við þá erlendu aðila sem eru að þreifa fyrir sér með verkefni á Íslandi. Viðbrögð þeirra við nýju óvissuástandi kölluðu á aðgerðir og virk samskipti til að halda verkefnum gangandi. Því hefur Fjárfestingarstofa sinnt með lofsamlegum hætti. Í grein í Fréttablaðinu 13. janúar sl. gerir Jón Gunnarsson þingmaður mér upp þau orð að flótti væri brostin í lið erlendra fjárfesta. Vonandi tekst að afstýra því þótt dýrkeyptar tafir geti orðið. Þingmaðurinn telur það „grunnhyggni" af minni hálfu að benda á að óvissa um framgang endurreisnar efnahagslífsins, lækkun lánshæfismats ríkisins niður í ruslflokk, ráðleggingar matsfyrirtækja og greinenda gegn fjárfestingum á Íslandi og hækkun skuldatryggingarálags hafi áhrif á alþjóðlega fjármálamarkaði og ákvarðanir fjárfesta. Meðan menn hafa asklok fyrir himinn er ekki líklegt að samhengi hlutanna verði þeim sýnilegt. Nú er unnið að undirbúningi rammalöggjafar um ívilnanir vegna erlendra fjárfestinga til að gera ferlið skilvirkara og auðvelda kynningu á Íslandi sem fjárfestingarkosti. Alþingi er með til afgreiðslu fjárfestingarsamning sem hefur það markmið að auðvelda aðkomu nýs erlends kjölfestufjárfestis í uppbyggingu gagnvers á Reykjanesi. Sérstök verkefnisstjórn vinnur markvisst ásamt Fjárfestingarstofu að því að finna erlendan samstarfsaðila til uppbyggingar og orkunýtingar í Þingeyjarsýslum. En margt fleira er gert. Ferðaþjónustan er enn að eflast og undirbýr stofnun klasa um heilsu- og lífsstílstengda ferðamennsku. Stuðningur við nýsköpun, rannsóknir og þróun er efldur. Ný frumkvöðlasetur skapa störf og verðmæti. Þetta eru aðeins dæmi um það starf sem unnið er í samráði við atvinnulífið um uppbyggingu. Skýr stefna og vilji er til staðar. Verkefnið er að sameinast um að skapa sem fyrst hagstæð skilyrði, stöðugleika og forsendur hagvaxtar. Höfundur er iðnaðarráðherra.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun