Handbolti

Framkonur fóru létt með Haukana í Safamýrinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karen Knútsdóttir skoraði tólf mörk á móti Haukum.
Karen Knútsdóttir skoraði tólf mörk á móti Haukum. Mynd/Vilhelm

Fram vann ellefu marka sigur á Haukum, 32-21, í N1 deild kvenna í handbolta í dag. Fram hafði mikla yfirburði í leiknum og Haukarnir töpuðu því enn á ný stórt á móti bestu liðum deildarinnar. Íris Björk Símonardóttir og Karen Knútsdóttir voru báðar í miklu stuði hjá Framliðinu í leiknum.

Karen Knútsdóttir skoraði 12 mörk fyrir Fram og Guðrún Þóra Hálfdánardóttir var með 6 mörk. Pavla Nevarilova lék einnig mjög vel í vörn og sókn en hún skoraði 4 mörk. Íris Björk Símonardóttir varði 20 skot í markinu.

Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst hjá Haukum með 7 mörk og Ramune Pekarskyte skoraði 6 mörk. Bryndís Jónsdóttir var besti leikmaður liðsins og varði 19 skot.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×