Fórnar öllu fyrir draumastarfið í Bandaríkjunum 29. september 2010 09:00 New york! New York! Líney heldur til New York í lok vikunnar og hefur störf á mánudaginn hjá einu stærsta almannatengslafyrirtæki heims. „Ég er búin að skrifa undir tveggja ára samning. Ég flýg svo út á sunnudaginn og byrja á mánudaginn,“ segir markaðssérfræðingurinn Líney Inga Arnórsdóttir. Líney, sem varð 25 ára gömul í júní, hefur þegið starfstilboð hjá Ketchum, sem er eitt stærsta almannatengslafyrirtæki heims. Allt benti til þess að hertar innflytjendareglur í Bandaríkjunum myndu hindra að hún gæti þegið starfið, en yfirmönnum fyrirtækisins tókst að sannfæra bandarísk stjórnvöld um að enginn væri hæfari í starfið. „Það gekk upp í þetta skipti. Þeir buðu mér yfirmannsstarf þannig að ég fæ sérstakt landvistarleyfi,“ segir Líney. „Ég er mjög góð í tölfræði, þó að það hljómi fáránlega. Þannig að þeir sögðu að ég væri einhvers konar tölfræðisnillingur.“ Líney starfaði í sumar við skipulagningu You Are in Control-tónlistarráðstefnunnar sem fer fram í Reykjavík um helgina. Hún heldur svo á vit ævintýranna í New York að henni lokinni. Hún útskrifaðist á síðasta ári frá Miami-háskóla í Bandaríkjunum með hæstu einkunn á MA-prófi í almannatengslum. Líney og átta aðrir útskriftarnemar voru valdir úr hópi 700 umsækjenda í starfsnám hjá Ketchum og að því loknu var henni einni boðið áframhaldandi starf. „Ég lít á þetta sem fjárfestingu í starfsferli mínum,“ segir Líney. „Þetta verður ógeðslega erfitt. Þetta er eitt stærsta almannatengsla-fyrirtæki heims og það eru mörg hundruð manns að keppa um hverja stöðu. Ég þurfti að fórna öllu til að fá stöðuna.“ Líney er ekki að ýkja enda eru viðskiptavinir fyrirtækisins risar á borð við Kodak, FedEx, IKEA, Nokia og Rússland. „Ég er í alvörunni að fara að vinna með pressuvél Pútíns, sem er svolítið klikkað,“ segir Líney að lokum í laufléttum dúr. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Sjá meira
„Ég er búin að skrifa undir tveggja ára samning. Ég flýg svo út á sunnudaginn og byrja á mánudaginn,“ segir markaðssérfræðingurinn Líney Inga Arnórsdóttir. Líney, sem varð 25 ára gömul í júní, hefur þegið starfstilboð hjá Ketchum, sem er eitt stærsta almannatengslafyrirtæki heims. Allt benti til þess að hertar innflytjendareglur í Bandaríkjunum myndu hindra að hún gæti þegið starfið, en yfirmönnum fyrirtækisins tókst að sannfæra bandarísk stjórnvöld um að enginn væri hæfari í starfið. „Það gekk upp í þetta skipti. Þeir buðu mér yfirmannsstarf þannig að ég fæ sérstakt landvistarleyfi,“ segir Líney. „Ég er mjög góð í tölfræði, þó að það hljómi fáránlega. Þannig að þeir sögðu að ég væri einhvers konar tölfræðisnillingur.“ Líney starfaði í sumar við skipulagningu You Are in Control-tónlistarráðstefnunnar sem fer fram í Reykjavík um helgina. Hún heldur svo á vit ævintýranna í New York að henni lokinni. Hún útskrifaðist á síðasta ári frá Miami-háskóla í Bandaríkjunum með hæstu einkunn á MA-prófi í almannatengslum. Líney og átta aðrir útskriftarnemar voru valdir úr hópi 700 umsækjenda í starfsnám hjá Ketchum og að því loknu var henni einni boðið áframhaldandi starf. „Ég lít á þetta sem fjárfestingu í starfsferli mínum,“ segir Líney. „Þetta verður ógeðslega erfitt. Þetta er eitt stærsta almannatengsla-fyrirtæki heims og það eru mörg hundruð manns að keppa um hverja stöðu. Ég þurfti að fórna öllu til að fá stöðuna.“ Líney er ekki að ýkja enda eru viðskiptavinir fyrirtækisins risar á borð við Kodak, FedEx, IKEA, Nokia og Rússland. „Ég er í alvörunni að fara að vinna með pressuvél Pútíns, sem er svolítið klikkað,“ segir Líney að lokum í laufléttum dúr. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Sjá meira