Olíufundur þar ýtir undir áhuga á rannsóknum hér 25. ágúst 2010 06:00 Mótmælt hjá BP Mótmælendur á vegum Greenpeace hengja skilti á girðingu sem þeir settu upp við bensínstöð BP í Lundúnum til að vekja athygli á mengunarslysinu í Mexíkóflóa í sumar. Samtökin beina nú sjónum sínum að borun á heimskautasvæðum.Nordicphotos/AFP Fundur skoska olíufélagsins Cairn Energy á gasi og olíu í sandlagi á hafsbotni undan vesturströnd Grænlands kann að ýta undir áhuga á olíurannsóknum á íslenska landgrunninu. Cairn upplýsti í gær að fundist hefðu vísbendingar um olíu í fyrstu tilraunaborholu félagsins á Baffinsflóa. Í umfjöllun Berlingske Tidende í gær var félagið sagt hafa fengið „bingó“ eftir sex vikna leit. Fregnirnar kölluðu þegar á viðbrögð umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace, sem mótmæla harðlega tilraunaborunum á hafsbotni á heimsskautasvæðum vegna hættunnar á mengunarslysi á borð við það sem varð hjá BP í Mexíkóflóa. Í viðtali við fréttastofu AP sagði Ben Stewart, talsmaður Greenpeace, að Cairn hefði átt að fara að dæmi olíufélaga sem frestuðu djúpsjávarborunum eftir lekann sem upp kom í Mexíkóflóa. Experanza, skip Greenpeace, er nú nærri borpöllum Cairn við Grænland, en hefur hlýtt tilmælum dansks varðskips um að halda sig í meira en 500 metra fjarlægð frá þeim. Á landgrunni Íslands eru tvö svæði þar sem talið er mögulegt að finna jarðolíu eða jarðgas í nýtanlegu magni, en það eru Drekasvæðið austur og norðaustur af landinu og Gammsvæðið úti fyrir Norðurlandi. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri kveðst ekki vita til þess að umhverfisverndarsamtök hafi sett sig upp á móti fyrirhuguðum rannsóknum á þessum svæðum. „Við erum á svipuðu róli og Norðmenn hvað þetta varðar, en Greenpeace hefur ekki haft sig mikið í frammi þar. Þeir eru kannski frekar að hugsa um heimskautasvæðin sem þeir telja viðkvæmari og um margt erfiðari,“ segir hann, en olíuvinnsla í kaldari sjó, þar sem jafnvel er von á hafís, er vandasamari en á íslensku svæði þar sem Golfstraumsins nýtur við. „Ég var einmitt að bera saman meðalhita í janúar milli Reykjavíkur og Ikanuk, sem er á sömu breiddargráðu í Kanada, en þar var meðalhitinn mínus 26 gráður, en í kring um frostmark hjá okkur.“ Guðni segir hins vegar ekki koma á óvart að leit hafi gengið vel á þessu svæði við Grænland. „Menn hafa verið að spá því að þarna væri mjög gjöfult svæði og þarna væri að finna verulegan hluta af olíuforða heimsbyggðarinnar,“ segir hann og kveður gott gengi þar jafnvel vísbendingu um hvernig kunni að ganga annars staðar. „Segja má að þetta sé hluti af samhangandi jarðfræði sem við erum í og beinir athyglinni að þessum heimshluta.“ Orkustofnun er með í undirbúningi útboð vegna frekari rannsókna á íslenska landgrunninu sem fara á fram næsta sumar. Þá segir Guðni að vel sé fylgst með þróun mála vegna olíuslyssins í Mexíkóflóa. „Í kring um Norður-Atlantshafið þarf að koma til öflugt alþjóðlegt samstarf,“ segir hann og bætir við að á svæðinu öllu þurfi að gera ýtrustu kröfur um öryggi og eftirlit. Guðni segir aðbúnað við borun hins vegar ekki vera brennandi áhyggjuefni hér á landi enn sem komið er. „Við teljum að nokkurra ára rannsóknir þurfi áður en farið verður að setja niður djúpa bora.“ olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Fundur skoska olíufélagsins Cairn Energy á gasi og olíu í sandlagi á hafsbotni undan vesturströnd Grænlands kann að ýta undir áhuga á olíurannsóknum á íslenska landgrunninu. Cairn upplýsti í gær að fundist hefðu vísbendingar um olíu í fyrstu tilraunaborholu félagsins á Baffinsflóa. Í umfjöllun Berlingske Tidende í gær var félagið sagt hafa fengið „bingó“ eftir sex vikna leit. Fregnirnar kölluðu þegar á viðbrögð umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace, sem mótmæla harðlega tilraunaborunum á hafsbotni á heimsskautasvæðum vegna hættunnar á mengunarslysi á borð við það sem varð hjá BP í Mexíkóflóa. Í viðtali við fréttastofu AP sagði Ben Stewart, talsmaður Greenpeace, að Cairn hefði átt að fara að dæmi olíufélaga sem frestuðu djúpsjávarborunum eftir lekann sem upp kom í Mexíkóflóa. Experanza, skip Greenpeace, er nú nærri borpöllum Cairn við Grænland, en hefur hlýtt tilmælum dansks varðskips um að halda sig í meira en 500 metra fjarlægð frá þeim. Á landgrunni Íslands eru tvö svæði þar sem talið er mögulegt að finna jarðolíu eða jarðgas í nýtanlegu magni, en það eru Drekasvæðið austur og norðaustur af landinu og Gammsvæðið úti fyrir Norðurlandi. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri kveðst ekki vita til þess að umhverfisverndarsamtök hafi sett sig upp á móti fyrirhuguðum rannsóknum á þessum svæðum. „Við erum á svipuðu róli og Norðmenn hvað þetta varðar, en Greenpeace hefur ekki haft sig mikið í frammi þar. Þeir eru kannski frekar að hugsa um heimskautasvæðin sem þeir telja viðkvæmari og um margt erfiðari,“ segir hann, en olíuvinnsla í kaldari sjó, þar sem jafnvel er von á hafís, er vandasamari en á íslensku svæði þar sem Golfstraumsins nýtur við. „Ég var einmitt að bera saman meðalhita í janúar milli Reykjavíkur og Ikanuk, sem er á sömu breiddargráðu í Kanada, en þar var meðalhitinn mínus 26 gráður, en í kring um frostmark hjá okkur.“ Guðni segir hins vegar ekki koma á óvart að leit hafi gengið vel á þessu svæði við Grænland. „Menn hafa verið að spá því að þarna væri mjög gjöfult svæði og þarna væri að finna verulegan hluta af olíuforða heimsbyggðarinnar,“ segir hann og kveður gott gengi þar jafnvel vísbendingu um hvernig kunni að ganga annars staðar. „Segja má að þetta sé hluti af samhangandi jarðfræði sem við erum í og beinir athyglinni að þessum heimshluta.“ Orkustofnun er með í undirbúningi útboð vegna frekari rannsókna á íslenska landgrunninu sem fara á fram næsta sumar. Þá segir Guðni að vel sé fylgst með þróun mála vegna olíuslyssins í Mexíkóflóa. „Í kring um Norður-Atlantshafið þarf að koma til öflugt alþjóðlegt samstarf,“ segir hann og bætir við að á svæðinu öllu þurfi að gera ýtrustu kröfur um öryggi og eftirlit. Guðni segir aðbúnað við borun hins vegar ekki vera brennandi áhyggjuefni hér á landi enn sem komið er. „Við teljum að nokkurra ára rannsóknir þurfi áður en farið verður að setja niður djúpa bora.“ olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira