Dagný Skúladóttir skoraði 9 mörk þegar b-lið Vals tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Eimskipsbikars kvenna með átta marka sigri á N1 deildar liði ÍR, 30-22.
A-lið Vals sat hjá í sextán liða úrslitum og það verða því tvö Valslið í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin.
Valur 2 - ÍR 30-22 (14-9)
Mörk Vals2: Dagný Skúladóttir 9, Sigurlaug Rúnarsdóttir 6, Arna Grímsdóttir 4, Lilja Hauksdóttir 3, Morgan Þorkelsdóttir 2, Soffía Rut Gísladóttir 2, Drífa Skúladóttir 2, Íris Kristinsdóttir 1, Lilja Valdimarsdótti 1.
Mörk ÍR: Sif Jónsdóttir 8, Silja Ísberg 5, Guðrún Ágústa Róbertsdóttir 3, Árný Rut Jónsdóttir 3, Þorberg Anna Steinarsdóttir 2, Dagmar Sigurðardótir 1.
