Fram vann öruggan sigur á HK í N1-deild kvenna í dag, 35-27, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik.
Karen Knútsdóttir var markahæst leikmanna Fram með níu mörk en Pavla Nevalirova skoraði sjö. Hjá HK var Elísa Ósk Viðarsdóttir markahæst með tíu mörk.
Þá vann Stjarnan sigur á Fylki á sama tíma, 26-20.
Fram er í öðru sæti deildarinnar með 21 stig, einu á eftir toppliði Vals.
Stjarnan er nú komið upp í þriðja sæti deildarinnar með sautján stig en á leik til góða. Fylkir er í sjötta sæti með átta stig og HK með fimm stig í sjöunda sæti.
Öruggur sigur Fram
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
