Bandaríkjamenn falla fyrir teboðinu Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. október 2010 04:00 Slagorðin vantar ekki á kosningaspjöldin þegar Teboðshreyfingin heldur fundi. Nordicphotos/AFP Örlög demókrata virðast þegar ráðin fyrir þingkosningarnar í næstu viku. Repúblikanar njóta mikils meðbyrs, og þakka það ekki síst hinni umdeildu Teboðshreyfingu, sem hefur vakið athygli fyrir skrautlegan málflutning á köflum. Ljóst þykir að bandarískir demókratar muni missa töluvert af þingsætum í kosningunum, sem haldnar verða á þriðjudaginn í næstu viku. Spurningin snýst nú orðið eingöngu um það hversu stór sigur repúblikana verður, og munar þá mestu um hvort repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeild eins og nú virðast horfur á, eða jafnvel báðum deildum Bandaríkjaþings, sem mögulegt virðist. Velgengni repúblikana í skoðanakönnunum er að stórum hluta byggð á vinsældum Teboðshreyfingarinnar svonefndu, sem hefur verið áberandi í bandarískri stjórnmálaumræðu síðustu misserin. Teboðshreyfingin þykir þó á köflum öfgakennd í málflutningi, svo hófsamir repúblikanar óttast sigurgöngu hennar ekkert síður en demókratar. Sérstaklega hafa margvísleg ummæli frambjóðanda hreyfingarinnar til öldungadeildarþingsætis fyrir Delaware vakið furðu. Hún hefur til dæmis fullyrt að þróunarkenningin sé goðsögn: „Hvers vegna eru apar þá ekki enn að þróast í menn?" spurði hún. Einnig hélt hún því fram að bandarískir vísindamenn væru að rækta saman menn og dýr með þeim árangri að á rannsóknarstofum þeirra væru nú til „mýs með fullvirka mannsheila". Þá hefur hún lagt mikla áherslu á nauðsyn skírlífis og telur frjálsræði í kynferðismálum hafa haft skelfilegar afleiðingar: „Við fengum kynlífsbyltinguna á sjöunda áratugnum og nú er fólk að deyja úr alnæmi," sagði hún eitt sinn. Við sama tækifæri sagði hún aðskilnað kristni og skólastarfs hafa haft skelfilegar afleiðingar: „Við fjarlægðum Biblíuna og bænahald úr almenningsskólum, og nú er verið að skjóta á fólk í hverri viku."Smellið til að sjá myndina stærri.Þetta eru kannski öfgakenndustu dæmin, en samkvæmt skoðanakönnunum eru áherslur stuðningsmanna hreyfingarinnar dálítið langt úti á jaðri stjórnmálanna. Þannig er yfirgnæfandi meirihluti þeirra til dæmis á móti auknum réttindum samkynhneigðra. Þeir eru einnig almennt andvígir miklum samskiptum stjórnvalda við múslimaríki og þeir vilja sýna innflytjendum fulla hörku.Þekktasti málsvari Teboðshreyfingarinnar er Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska, sem John McCain fékk til að vera varaforsetaefni hans í forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Hún er ekki í framboði nú, en heldur áfram að vekja athygli á hreyfingunni með afdráttarlausum yfirlýsingum af ýmsu tagi. Demókratar vonuðust reyndar lengi vel til þess að öfgar Teboðshreyfingarinnar yrðu til þess að fæla kjósendur frá Repúblikanaflokknum. Sú þróun myndi þá vinna á móti óánægju Bandaríkjamanna með Demókrataflokkinn, nú þegar Barack Obama hefur glímt í tvö ár með misjöfnum árangri við bæði erfiða efnahagskreppu og óvinsæla hernaðararfleifð fyrri stjórnar Repúblikanaflokksins. Sú virðist þó ekki ætla að verða raunin. Sigurganga repúblikana með Teboðshreyfinguna í fararbroddi fer ekki framhjá neinum lengur.Sarah Palin er einn forsprakka Teboðshreyfingarinnar.Teboðshreyfingin nýja Nýja teboðshreyfingin fór af stað með látum snemma árs 2009 og efndi til mótmæla gegn ríkisstjórn Baracks Obama víða um Bandaríkin. Hún á sér þó rætur í sams konar mótmælum sem efnt hefur verið til nokkuð reglulega síðustu áratugina þar í landi. Boðskapurinn er einfaldur: skattar eru ranglátir, ríkisútgjöldum á að halda í lágmarki. Við þetta bætast ýmsar kristilegar áherslur, misjafnlega sérvitringslegar. Uppistaðan í hreyfingunni er laustengdir einstaklingar yst til hægri í Repúblikanaflokknum, með dyggum stuðningi fjársterkra repúblikana.Fræg mynd af atburðinum í Boston eftir Nathaniel Currier.Teboðið í Boston 1773 Teboðshreyfingin er nefnd eftir „teboðinu í Boston", sögufrægri mótmælaaðgerð sem átti sér stað í desember árið 1773, þremur árum áður en Bandaríkjamenn sögðu skilið við Bretland og stofnuðu sjálfstætt ríki. Hópur manna réðst um borð í þrjú skip frá Bretlandi, sem lágu í höfninni í Boston, og eyðilögðu þar þrjá heila skipsfarma af tei með því að henda því í höfnina. Með þessu vildu þeir mótmæla skattlagningu breska konungsins á te, sem flutt var frá breskum nýlendum í Austurlöndum til Bretlands og þaðan aftur til Bandaríkjanna. Bandaríkjamönnum þótti ranglátt að þurfa að greiða þennan skatt, og mótmælin í Boston urðu til þess að efla sjálfstæðishreyfingu þeirra. Skroll-Fréttir Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira
Örlög demókrata virðast þegar ráðin fyrir þingkosningarnar í næstu viku. Repúblikanar njóta mikils meðbyrs, og þakka það ekki síst hinni umdeildu Teboðshreyfingu, sem hefur vakið athygli fyrir skrautlegan málflutning á köflum. Ljóst þykir að bandarískir demókratar muni missa töluvert af þingsætum í kosningunum, sem haldnar verða á þriðjudaginn í næstu viku. Spurningin snýst nú orðið eingöngu um það hversu stór sigur repúblikana verður, og munar þá mestu um hvort repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeild eins og nú virðast horfur á, eða jafnvel báðum deildum Bandaríkjaþings, sem mögulegt virðist. Velgengni repúblikana í skoðanakönnunum er að stórum hluta byggð á vinsældum Teboðshreyfingarinnar svonefndu, sem hefur verið áberandi í bandarískri stjórnmálaumræðu síðustu misserin. Teboðshreyfingin þykir þó á köflum öfgakennd í málflutningi, svo hófsamir repúblikanar óttast sigurgöngu hennar ekkert síður en demókratar. Sérstaklega hafa margvísleg ummæli frambjóðanda hreyfingarinnar til öldungadeildarþingsætis fyrir Delaware vakið furðu. Hún hefur til dæmis fullyrt að þróunarkenningin sé goðsögn: „Hvers vegna eru apar þá ekki enn að þróast í menn?" spurði hún. Einnig hélt hún því fram að bandarískir vísindamenn væru að rækta saman menn og dýr með þeim árangri að á rannsóknarstofum þeirra væru nú til „mýs með fullvirka mannsheila". Þá hefur hún lagt mikla áherslu á nauðsyn skírlífis og telur frjálsræði í kynferðismálum hafa haft skelfilegar afleiðingar: „Við fengum kynlífsbyltinguna á sjöunda áratugnum og nú er fólk að deyja úr alnæmi," sagði hún eitt sinn. Við sama tækifæri sagði hún aðskilnað kristni og skólastarfs hafa haft skelfilegar afleiðingar: „Við fjarlægðum Biblíuna og bænahald úr almenningsskólum, og nú er verið að skjóta á fólk í hverri viku."Smellið til að sjá myndina stærri.Þetta eru kannski öfgakenndustu dæmin, en samkvæmt skoðanakönnunum eru áherslur stuðningsmanna hreyfingarinnar dálítið langt úti á jaðri stjórnmálanna. Þannig er yfirgnæfandi meirihluti þeirra til dæmis á móti auknum réttindum samkynhneigðra. Þeir eru einnig almennt andvígir miklum samskiptum stjórnvalda við múslimaríki og þeir vilja sýna innflytjendum fulla hörku.Þekktasti málsvari Teboðshreyfingarinnar er Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska, sem John McCain fékk til að vera varaforsetaefni hans í forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Hún er ekki í framboði nú, en heldur áfram að vekja athygli á hreyfingunni með afdráttarlausum yfirlýsingum af ýmsu tagi. Demókratar vonuðust reyndar lengi vel til þess að öfgar Teboðshreyfingarinnar yrðu til þess að fæla kjósendur frá Repúblikanaflokknum. Sú þróun myndi þá vinna á móti óánægju Bandaríkjamanna með Demókrataflokkinn, nú þegar Barack Obama hefur glímt í tvö ár með misjöfnum árangri við bæði erfiða efnahagskreppu og óvinsæla hernaðararfleifð fyrri stjórnar Repúblikanaflokksins. Sú virðist þó ekki ætla að verða raunin. Sigurganga repúblikana með Teboðshreyfinguna í fararbroddi fer ekki framhjá neinum lengur.Sarah Palin er einn forsprakka Teboðshreyfingarinnar.Teboðshreyfingin nýja Nýja teboðshreyfingin fór af stað með látum snemma árs 2009 og efndi til mótmæla gegn ríkisstjórn Baracks Obama víða um Bandaríkin. Hún á sér þó rætur í sams konar mótmælum sem efnt hefur verið til nokkuð reglulega síðustu áratugina þar í landi. Boðskapurinn er einfaldur: skattar eru ranglátir, ríkisútgjöldum á að halda í lágmarki. Við þetta bætast ýmsar kristilegar áherslur, misjafnlega sérvitringslegar. Uppistaðan í hreyfingunni er laustengdir einstaklingar yst til hægri í Repúblikanaflokknum, með dyggum stuðningi fjársterkra repúblikana.Fræg mynd af atburðinum í Boston eftir Nathaniel Currier.Teboðið í Boston 1773 Teboðshreyfingin er nefnd eftir „teboðinu í Boston", sögufrægri mótmælaaðgerð sem átti sér stað í desember árið 1773, þremur árum áður en Bandaríkjamenn sögðu skilið við Bretland og stofnuðu sjálfstætt ríki. Hópur manna réðst um borð í þrjú skip frá Bretlandi, sem lágu í höfninni í Boston, og eyðilögðu þar þrjá heila skipsfarma af tei með því að henda því í höfnina. Með þessu vildu þeir mótmæla skattlagningu breska konungsins á te, sem flutt var frá breskum nýlendum í Austurlöndum til Bretlands og þaðan aftur til Bandaríkjanna. Bandaríkjamönnum þótti ranglátt að þurfa að greiða þennan skatt, og mótmælin í Boston urðu til þess að efla sjálfstæðishreyfingu þeirra.
Skroll-Fréttir Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira