Agndofa gagnvart þessum kröftum 15. apríl 2010 06:00 Eldgos. Mynd Egill. Norskir gestir Ferðafélags Íslands sem voru fastir í Þórsmörk í gær vegna vatnavaxta í Markarfljóti stóðu agndofa þegar gos hófst í Eyjafjallajökli. Hópurinn var ásamt öðrum erlendum ferðamönnum ferjaður yfir fljótið síðdegis í gær. „Hinir erlendu gestir stóðu agndofa gagnvart þessum kröftum og hafa aldrei upplifað neitt þessu líkt." Þetta sagði Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, sem var innilokaður ásamt ellefu forystumönnum Ferðafélagsins og tólf forystumönnum frá norsku ferðafélagi, í Þórsmörk í gærdag. Ferðafélagsmenn höfðu farið með hina norsku gesti að gömlu gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi í fyrradag. Í gær átti svo að halda til Reykjavíkur en vegurinn yfir ána úr Gígjökli var þá lokaður vegna vatnavaxta svo hópurinn komst hvergi. Hann dvaldi í góðu yfirlæti í skála Ferðafélagsins í Langadal þar til síðdegis í gær að fólkið lagði af stað fótgangandi yfir í Húsadal. Þangað komu jeppar hópsins og björgunarsveitarbílar sem ferjuðu samtals rúmlega fjörutíu manna hópinn yfir Markarfljót á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Mikið var í fljótinu, að sögn Ólafs Arnar en ferðin var áfallalaus. Hópurinn var nýkominn ofan af Valahnúk um miðjan dag í gær, þar sem vel sá yfir vatnsflauminn úr Gígjökli, þegar Fréttablaðið ræddi við Ólaf Örn sem lýsti því sem fyrir augu hafði borið. „Það rennur sterkur kolmórauður straumur úr lóninu fyrir neðan Gígjökulinn. Mikið vatnsflæmi breiðir svo úr sér yfir aurana við Markarfljót. Gríðarlegur hávaði er frá Gígjökli sem er brattur skriðjökull sem fellur úr Eyjafjallajökli. Öflugur strókur stendur upp úr Gígjöklinum bæði af reyk og brúnum strókum sem bendir til þess að mikið sé um að vera undir jöklinum." Ólafur Örn sagði að ferðafélagsfólkið norska, svo og aðrir ferðamenn af ýmsu þjóðerni sem sátu fastir í Þórsmörk í gær, hefðu gert sér grein fyrir að um afar alvarlegan atburð væri að ræða. Ekki hefði þó borið á ótta hjá neinum þeirra, þótt ljóst væri að gos væri hafið. Fólki hefði verið gerð grein fyrir því að það væri utan hættusvæðis. jss@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Fréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Norskir gestir Ferðafélags Íslands sem voru fastir í Þórsmörk í gær vegna vatnavaxta í Markarfljóti stóðu agndofa þegar gos hófst í Eyjafjallajökli. Hópurinn var ásamt öðrum erlendum ferðamönnum ferjaður yfir fljótið síðdegis í gær. „Hinir erlendu gestir stóðu agndofa gagnvart þessum kröftum og hafa aldrei upplifað neitt þessu líkt." Þetta sagði Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, sem var innilokaður ásamt ellefu forystumönnum Ferðafélagsins og tólf forystumönnum frá norsku ferðafélagi, í Þórsmörk í gærdag. Ferðafélagsmenn höfðu farið með hina norsku gesti að gömlu gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi í fyrradag. Í gær átti svo að halda til Reykjavíkur en vegurinn yfir ána úr Gígjökli var þá lokaður vegna vatnavaxta svo hópurinn komst hvergi. Hann dvaldi í góðu yfirlæti í skála Ferðafélagsins í Langadal þar til síðdegis í gær að fólkið lagði af stað fótgangandi yfir í Húsadal. Þangað komu jeppar hópsins og björgunarsveitarbílar sem ferjuðu samtals rúmlega fjörutíu manna hópinn yfir Markarfljót á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Mikið var í fljótinu, að sögn Ólafs Arnar en ferðin var áfallalaus. Hópurinn var nýkominn ofan af Valahnúk um miðjan dag í gær, þar sem vel sá yfir vatnsflauminn úr Gígjökli, þegar Fréttablaðið ræddi við Ólaf Örn sem lýsti því sem fyrir augu hafði borið. „Það rennur sterkur kolmórauður straumur úr lóninu fyrir neðan Gígjökulinn. Mikið vatnsflæmi breiðir svo úr sér yfir aurana við Markarfljót. Gríðarlegur hávaði er frá Gígjökli sem er brattur skriðjökull sem fellur úr Eyjafjallajökli. Öflugur strókur stendur upp úr Gígjöklinum bæði af reyk og brúnum strókum sem bendir til þess að mikið sé um að vera undir jöklinum." Ólafur Örn sagði að ferðafélagsfólkið norska, svo og aðrir ferðamenn af ýmsu þjóðerni sem sátu fastir í Þórsmörk í gær, hefðu gert sér grein fyrir að um afar alvarlegan atburð væri að ræða. Ekki hefði þó borið á ótta hjá neinum þeirra, þótt ljóst væri að gos væri hafið. Fólki hefði verið gerð grein fyrir því að það væri utan hættusvæðis. jss@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira