Vill að sérsveitin fái að beita rafbyssum 3. desember 2010 05:45 Lögreglumaður Fái íslenska sérsveitin að bera rafbyssur við skyldustörf mun hún feta í fótspor hollenskra sérsveitarmanna, en tilraun þeirra með notkun vopnanna hefur staðið frá því á síðasta ári, þegar þessi mynd var tekin.Nordicphotos/AFP Engin ástæða er til þess að lögreglumenn hér á landi verði vopnaðir rafbyssum, að mati ríkislögreglustjóra. Hann vill þó heimila sérsveitarmönnum að beita slíkum vopnum í tilraunaskyni, að því er fram kemur í skýrslu embættisins um ofbeldi gegn lögreglumönnum. Alls voru 108 ofbeldisbrot framin gegn lögreglumönnum á síðasta ári. Fram kemur í skýrslunni að heldur hafi dregið úr fjölda brota af þessu tagi. Árið 2008 voru brotin 118 talsins, og 120 árið 2007. Í skýrslu ríkislögreglustjóra er bent á að á Norðurlöndunum hafi aðeins lögreglan í Finnlandi tekið upp notkun á rafbyssum. Í Bandaríkjunum og Kanada, þar sem rafbyssur hafa verið hvað mest notaðar, hafa tæplega 300 látist af þeirra völdum. „Sé tekið mið af þessum þáttum og því að brotum hefur ekki fjölgað umtalsvert á Íslandi, fækkað ef eitthvað er, þá er það mat ríkislögreglustjóra að slík tæki eigi ekki að taka í almenna notkun á Íslandi. Hins vegar sé vert að kanna hvort sérsveitin eigi að prófa frekar þessi tæki og hafa sem hluta af sínum staðalbúnaði tímabundið,“ segir í skýrslunni. Verði almennum lögreglumönnum heimilað að bera rafbyssur og beita þeim gæti það leitt til þess að byssurnar yrðu notaðar sem tæki til að kalla fram hlýðni fólks, líkt og reynsla Bandaríkjamanna hefur leitt í ljós, segir í skýrslunni. „Slíkt myndi leiða til lakara trausts til lögreglunnar og gera henni þar með erfiðara fyrir við að leysa þau verkefni sem henni er ætlað í samfélaginu,“ segir þar. Ríkislögreglustjóri telur ekki þörf á að breyta reglum um búnað lögreglumanna til að þeir geti borið rafbyssur og beitt þeim. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Engin ástæða er til þess að lögreglumenn hér á landi verði vopnaðir rafbyssum, að mati ríkislögreglustjóra. Hann vill þó heimila sérsveitarmönnum að beita slíkum vopnum í tilraunaskyni, að því er fram kemur í skýrslu embættisins um ofbeldi gegn lögreglumönnum. Alls voru 108 ofbeldisbrot framin gegn lögreglumönnum á síðasta ári. Fram kemur í skýrslunni að heldur hafi dregið úr fjölda brota af þessu tagi. Árið 2008 voru brotin 118 talsins, og 120 árið 2007. Í skýrslu ríkislögreglustjóra er bent á að á Norðurlöndunum hafi aðeins lögreglan í Finnlandi tekið upp notkun á rafbyssum. Í Bandaríkjunum og Kanada, þar sem rafbyssur hafa verið hvað mest notaðar, hafa tæplega 300 látist af þeirra völdum. „Sé tekið mið af þessum þáttum og því að brotum hefur ekki fjölgað umtalsvert á Íslandi, fækkað ef eitthvað er, þá er það mat ríkislögreglustjóra að slík tæki eigi ekki að taka í almenna notkun á Íslandi. Hins vegar sé vert að kanna hvort sérsveitin eigi að prófa frekar þessi tæki og hafa sem hluta af sínum staðalbúnaði tímabundið,“ segir í skýrslunni. Verði almennum lögreglumönnum heimilað að bera rafbyssur og beita þeim gæti það leitt til þess að byssurnar yrðu notaðar sem tæki til að kalla fram hlýðni fólks, líkt og reynsla Bandaríkjamanna hefur leitt í ljós, segir í skýrslunni. „Slíkt myndi leiða til lakara trausts til lögreglunnar og gera henni þar með erfiðara fyrir við að leysa þau verkefni sem henni er ætlað í samfélaginu,“ segir þar. Ríkislögreglustjóri telur ekki þörf á að breyta reglum um búnað lögreglumanna til að þeir geti borið rafbyssur og beitt þeim. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira