Hvað er að óttast? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 6. október 2010 06:00 Í komandi aðildarviðræðum við ESB er ljóst að sjávarútvegsmál verða einn erfiðasti málaflokkurinn. Andstæðingar ESB-aðildar hafa hamrað á reynslu Norðmanna í aðildarviðræðum og hafa þá sérstaklega rætt um sjávarútvegssamninginn frá 1994. Sagt hefur verið að Norðmenn hafi fengið mjög slæman samning og því sé útilokað að Ísland fái nokkuð annað. Vægast sagt lýsir þetta sjónarmið mikilli þröngsýni og mótast ef til vill af því að sterkustu hagsmunir þeirra sem eru í greininni felast í því að halda öllu óbreyttu. En sé litið nánar á aðildarsamning Norðmanna kemur annað í ljós, nefnilega það að þeir fengu mjög góðan samning. Í bókinni Gert út frá Brussel, eftir Úlfar Hauksson, er farið rækilega í saumana á sjávarútvegsstefnu ESB og hugsanlegri aðild Íslands að ESB. Í aðildarviðræðum settu Norðmenn sér það markmið að tryggja stöðu fiskveiða og fiskeldis í Noregi. Þeir settu líka fram ýmsar kröfur varðandi smábátaútgerð, veiðistjórnun, markaðsaðgang og svo framvegis. Til dæmis fengu þeir algert tollfrelsi af norskum fiskafurðum, samkvæmt samningnum. Það sem Norðmenn þurftu að gefa eftir var lítilsháttar aukning í þorskveiðum norðan 62. breiddargráðu, úr 1,28% af heildarafla, í 1,57% (8.960 tonn í 10.990 tonn, af 700.000 tonna heildarafla!). Norðmenn þurftu svo að semja um deilistofna, eins og yfirleitt er gert. Veiðireynsla Norðmanna tryggði þeim áfram yfirráð á sínum veiðisvæðum samkvæmt reglunni um hlutfallslegan stöðugleika. Þessi regla á líka við um Ísland, enda hefur engin þjóð veitt hér við land frá lokum landhelgisdeilunnar árið 1976, þegar lögsaga okkar var færð út í 200 sjómílur. Á fundi fyrir skömmu sagði aðalsamningamaður Íslands gagnvart ESB engan vafa leika á því að engin þjóð ætti hér veiðirétt. Það er að við Íslendingar ættum einir réttinn hér við land. Skýrara getur það ekki verið. Aðildarsamningur Norðmanna tryggði þeim einnig varnir gegn svokölluðu „kvótahoppi," en í Noregi gilda þær reglur að aðeins norskir ríkisborgarar geta átt fiskiskip sem gerð eru út frá Noregi. Og aflanum skyldi landað í heimahöfn skipsins, sem hefði „efnahagsleg tengsl" við viðkomandi svæði. Með hjálp Evrópudómstólsins var það tryggt enn frekar að „kvótahopp" gæti ekki átt sér stað. Í bók Úlfars segir orðrétt: „Það var mat norskra stjórnvalda að öll helstu markmið þeirra varðandi sjávarútveg hefðu náð fram að ganga og væru staðfest í aðildarsamningnum; í honum hefðu núverandi fiskveiðiréttindi Norðmanna verið fest í sessi og áframhaldandi yfirráð þeirra yfir fiskimiðunm tryggð ... Því var talið að sjávarútvegshagsmunum Norðmanna innan Evrópusambandsins væri borgið til framtíðar." Og síðar segir: „Með öðrum orðum var hlustað á Norðmenn og þeir höfðu tækifæri til þess að hafa veruleg áhrif á Evrópusambandið í þeim málaflokkum þar sem þeir höfðu sérfræðiþekkingu og sérstakra hagsmuna að gæta. Ástæðan er einföld: Norðmenn komu með góð rök og gátu sýnt fram á sérstöðu sína til að mynda í sjávarútvegi og landbúnaði. Þannig virkar Evrópusambandið; stærð og styrkur er ekki það eina sem skiptir máli - það er alltaf vilji til að finna málamiðlanir og það er ekki gengið þvert á hagsmuni smærri ríkja ... - enda er Evrópusambandið sjálfviljugt samstarf lýðræðisríkja." Án nokkurs vafa á þetta líka við um Ísland og verður að teljast afar ólíklegt að ESB muni ganga gegn hagsmunum Íslands í þessum málaflokkum, enda ekki hagsmunir ESB að gera það! Þetta sannar því að ESB mun t.d. ekki gleypa hér allt við Íslandsstrendur, eins og andstæðingar aðildar halda margir fram. Landhelgin mun heldur ekki fyllast af erlendum togurum. Það er einfaldlega einfaldur hræðsluáróður. Grunnhagsmunir Íslands eru í raun ekki flóknir: Að halda yfirráðum yfir fiskimiðunum og að okkar veiðireynsla ráði því að við höldum réttindum okkar til auðlindarinnar. Samkvæmt meirihlutaáliti Alþingis eru þetta markmið Íslands: „Forræði á stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu sem byggð er á ráðgjöf íslenskra vísindamanna; eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi og kostur er, þegar málefni lýtur að íslenskum hagsmunum; haldið verði í möguleika á að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi í samvinnu við samningahóp II um EES mál sem fjallar um frjálsa fjármagnsflutninga og fjárfestingar; skýr aðkoma Íslendinga verði að mótun sjávarútvegsstefnu ESB og framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt." Þetta eru skýr og góð markmið. Reynsla Norðmanna sýnir að Íslendingum ætti að ganga vel að ná samningum við ESB, að sambandið er sveigjanlegt og tekur tillit til mikilvægra grundvallarhagsmuna landa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í komandi aðildarviðræðum við ESB er ljóst að sjávarútvegsmál verða einn erfiðasti málaflokkurinn. Andstæðingar ESB-aðildar hafa hamrað á reynslu Norðmanna í aðildarviðræðum og hafa þá sérstaklega rætt um sjávarútvegssamninginn frá 1994. Sagt hefur verið að Norðmenn hafi fengið mjög slæman samning og því sé útilokað að Ísland fái nokkuð annað. Vægast sagt lýsir þetta sjónarmið mikilli þröngsýni og mótast ef til vill af því að sterkustu hagsmunir þeirra sem eru í greininni felast í því að halda öllu óbreyttu. En sé litið nánar á aðildarsamning Norðmanna kemur annað í ljós, nefnilega það að þeir fengu mjög góðan samning. Í bókinni Gert út frá Brussel, eftir Úlfar Hauksson, er farið rækilega í saumana á sjávarútvegsstefnu ESB og hugsanlegri aðild Íslands að ESB. Í aðildarviðræðum settu Norðmenn sér það markmið að tryggja stöðu fiskveiða og fiskeldis í Noregi. Þeir settu líka fram ýmsar kröfur varðandi smábátaútgerð, veiðistjórnun, markaðsaðgang og svo framvegis. Til dæmis fengu þeir algert tollfrelsi af norskum fiskafurðum, samkvæmt samningnum. Það sem Norðmenn þurftu að gefa eftir var lítilsháttar aukning í þorskveiðum norðan 62. breiddargráðu, úr 1,28% af heildarafla, í 1,57% (8.960 tonn í 10.990 tonn, af 700.000 tonna heildarafla!). Norðmenn þurftu svo að semja um deilistofna, eins og yfirleitt er gert. Veiðireynsla Norðmanna tryggði þeim áfram yfirráð á sínum veiðisvæðum samkvæmt reglunni um hlutfallslegan stöðugleika. Þessi regla á líka við um Ísland, enda hefur engin þjóð veitt hér við land frá lokum landhelgisdeilunnar árið 1976, þegar lögsaga okkar var færð út í 200 sjómílur. Á fundi fyrir skömmu sagði aðalsamningamaður Íslands gagnvart ESB engan vafa leika á því að engin þjóð ætti hér veiðirétt. Það er að við Íslendingar ættum einir réttinn hér við land. Skýrara getur það ekki verið. Aðildarsamningur Norðmanna tryggði þeim einnig varnir gegn svokölluðu „kvótahoppi," en í Noregi gilda þær reglur að aðeins norskir ríkisborgarar geta átt fiskiskip sem gerð eru út frá Noregi. Og aflanum skyldi landað í heimahöfn skipsins, sem hefði „efnahagsleg tengsl" við viðkomandi svæði. Með hjálp Evrópudómstólsins var það tryggt enn frekar að „kvótahopp" gæti ekki átt sér stað. Í bók Úlfars segir orðrétt: „Það var mat norskra stjórnvalda að öll helstu markmið þeirra varðandi sjávarútveg hefðu náð fram að ganga og væru staðfest í aðildarsamningnum; í honum hefðu núverandi fiskveiðiréttindi Norðmanna verið fest í sessi og áframhaldandi yfirráð þeirra yfir fiskimiðunm tryggð ... Því var talið að sjávarútvegshagsmunum Norðmanna innan Evrópusambandsins væri borgið til framtíðar." Og síðar segir: „Með öðrum orðum var hlustað á Norðmenn og þeir höfðu tækifæri til þess að hafa veruleg áhrif á Evrópusambandið í þeim málaflokkum þar sem þeir höfðu sérfræðiþekkingu og sérstakra hagsmuna að gæta. Ástæðan er einföld: Norðmenn komu með góð rök og gátu sýnt fram á sérstöðu sína til að mynda í sjávarútvegi og landbúnaði. Þannig virkar Evrópusambandið; stærð og styrkur er ekki það eina sem skiptir máli - það er alltaf vilji til að finna málamiðlanir og það er ekki gengið þvert á hagsmuni smærri ríkja ... - enda er Evrópusambandið sjálfviljugt samstarf lýðræðisríkja." Án nokkurs vafa á þetta líka við um Ísland og verður að teljast afar ólíklegt að ESB muni ganga gegn hagsmunum Íslands í þessum málaflokkum, enda ekki hagsmunir ESB að gera það! Þetta sannar því að ESB mun t.d. ekki gleypa hér allt við Íslandsstrendur, eins og andstæðingar aðildar halda margir fram. Landhelgin mun heldur ekki fyllast af erlendum togurum. Það er einfaldlega einfaldur hræðsluáróður. Grunnhagsmunir Íslands eru í raun ekki flóknir: Að halda yfirráðum yfir fiskimiðunum og að okkar veiðireynsla ráði því að við höldum réttindum okkar til auðlindarinnar. Samkvæmt meirihlutaáliti Alþingis eru þetta markmið Íslands: „Forræði á stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu sem byggð er á ráðgjöf íslenskra vísindamanna; eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi og kostur er, þegar málefni lýtur að íslenskum hagsmunum; haldið verði í möguleika á að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi í samvinnu við samningahóp II um EES mál sem fjallar um frjálsa fjármagnsflutninga og fjárfestingar; skýr aðkoma Íslendinga verði að mótun sjávarútvegsstefnu ESB og framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt." Þetta eru skýr og góð markmið. Reynsla Norðmanna sýnir að Íslendingum ætti að ganga vel að ná samningum við ESB, að sambandið er sveigjanlegt og tekur tillit til mikilvægra grundvallarhagsmuna landa.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun